fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Hvernig fé var kerfisbundið flutt til aflandssvæða

Egill Helgason
Sunnudaginn 8. janúar 2017 01:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alveg sannfærandi þegar Bjarni Benediktsson bregst reiður við spurningum um hvernig standi á því að skýrsla um aflandseignir Íslendinga birtist ekki fyrir kosningar. Skýrslan var jú til í september. Bjarni segir að hann hafi viljað bíða eftir því að nýtt þing kæmi saman og ný ríkisstjórn –  og hefur uppi stór og gremjuleg orð um að þetta sé „þvættingur“ í andstæðingum sínum og „pólitík“.

Seinna orðið er reyndar óskiljanlegt í þessu samhengi – er þetta fólk ekki einmitt í pólítík?

Það er ekki að efa að skýrslan hefði talist mikilvægt innlegg í kosningabaráttuna og sett ýmislegt í samhengi. Svo er það annað mál hvort hún hefði breytt úrslitunum eitthvað – það er erfitt að segja hvaða áhrif upplýsingar hafa í kosningum. En líklega er flestum í fersku minni hvernig furðulegur áburður forstjóra FBI í garð Hillary Clinton varð upphafið að því að nær öruggt forskot hennar í forsetakosningunum molnaði niður. Þannig að í raun er ómögulegt að segja um þetta.

Skýrslan varpar fyrst og fremst ljósi á einkennilega stöðu í samfélagi okkar á árunum fyrir hrun – og furðulegan skort á samfélagsvitund og samfélagslegri ábyrgð hjá þeim sem áttu peninga á þeim tíma og höndluðu með peninga. Margir eru líklega farnir að gleyma því hversu ástandið herna var annarlegt á árunum fyrir hrunið – á okkur hefur dunið áróður um að þetta hafi í raun allt verið eðlilegt, orsakir hrunsins hafi komið að utan.

Í skýrslunni segir að eignir upp á mörg hundruð milljarða króna hafi safnast í aflönd á síðustu áratugum. Það að geyma peninga á slíkum stað er í raun yfirlýsing um að viðkomandi vilji ekki taka þátt í rekstri samfélagsins, hann ætlast til að aðrir borgi fyrir sig – í raun er hann að segja sig úr lögum við samfélagið. Vafi er að slíkur maður geti gert tilkall til þess að fá heilbrigðisþjónustu, menntun fyrir börn sín eða að aka um göturnar á farartæki.

Bankarnir gengu á undan með eindregnum brotavilja og múgsefjunin var svo sterk að fáir höfðu uppi andmæli. Þeir hvöttu til þess að þeir sem áttu einhverjar eignir kæmu þeim í aflandsfélög. Það voru ekki bara stórlaxar sem fluttu peningana sína út, heldur líka minni fiskar sem höfðu til dæmis eignast með því að selja kvóta eða einhverjar eignir. Kaupþing var þarna fremst í flokki, eins og sjá má í nokkuð frægu myndbroti úr Silfri Egils sem birtist hér að neðan þar sem rætt er um hvernig peningum var kerfisbundið komið í skjól burt frá Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“