fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Hér ríkir algjört gullgrafaraæði: Orðspor Íslands stefnir lóðbeint til helvítis

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 7. janúar 2017 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Túristi_ferðamaður„Jæja, ég ætla þá að segja það: Þetta er orðið ógeðslegt. Það er að segja, íslensk ferðaþjónusta, og ég veit það því að ég tek þátt í henni.“

Þetta segir Kristján Jónsson, forstjóri og eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Discovery, um fréttir undanfarinna daga um óánægju erlendra ferðamanna með þjónustu aðila í íslenskri ferðaþjónustu. Nýjasta dæmið eru hjón sem leitað var að á Langjökli, en þau höfðu orðið viðskila við fyrirtæki sem skipuleggur vélsleðaferðir og hafði lagt á jökulinn þrátt fyrir stormviðvörun. Sögðu ferðamennirnir að þau hefði talið sig vera að deyja og að svipta ætti ferðaþjónustufyrirtækið starfsleyfi sínu.

Kristján segir græðgi ferðaþjónustuaðila vera orðna hömlulausa og ábyrgðarleysið fullkomið.

„Ekki hjá öllum, því fer fjarri, en gikkirnir í veiðistöðinni eru bara of margir og of áberandi. Það er sama hvar fæti er stungið niður: rútur á leið í norðurljósaferð í rigningu, fólki troðið í jöklagöngu í slyddu og aftakaroki, biðraðir við íshella sem eru aukinheldur nær ófærir vegna vatnselgs; hér ríkir algjört gullgrafaraæði og þetta er orðið ógeðslegt,“ segir hann.

„Orðspor Íslands stefnir lóðbeint til helvítis en yfirvöldum málaflokksins er svo slétt sama á meðan allir monnípeningarnir flæða inn,“ segir Kristján ennfremur í færslu á fésbókarsíðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins