fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Gikkir í veiðistöð – græðgi og ábyrgðarleysi ferðaþjónustuaðila

Egill Helgason
Laugardaginn 7. janúar 2017 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er satt að segja dálítið langt gengið hjá eiganda ferðaþjónustufyrirtækis, sem stofnaði lífi ferðamanna í hættu upp á jökli, að kenna ferðamönnunum sjálfum um.

Þetta er fólk sem er algjörlega óvant í jöklaferðum og kann örugglega lítt að varast hversu veður eru válynd á íslenska hálendinu. Auðvitað er það ferðaþjónustuaðilinn sem ber ábyrgð. Við aðstæður eins og þessar hlýtur að þurfa að gæta ítrasta öryggis gagnvart fólki sem ekki þekkir aðstæður. Það er farið af stað þrátt fyrir stormviðvörun, en önnur fyrirtæki hættu við jöklaferðir. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna tók þátt í leit.

Á Facebook skrifar Kristján Jónsson sem er forstjóri fyrirtækis sem nefnist Iceland Discovery:

Jæja, ég ætla þá að segja það: Þetta er orðið ógeðslegt. Það er að segja, íslensk ferðaþjónusta, og ég veit það því að ég tek þátt í henni. Græðgi ferðaþjónustuaðila er hömlulaus og ábyrgðarleysið fullkomið. Ekki hjá öllum, því fer fjarri, en gikkirnir í veiðistöðinni eru bara of margir og of áberandi. Það er sama hvar fæti er stungið niður: rútur á leið í norðurljósferð í rigningu, fólki troðið í jökulagöngu í slyddu og aftakaroki, biðraðir við íshella sem eru aukinheldur nær ófærir vegna vatnselgs; hér ríkir algjört gullgrafaraæði og þetta er orðið ógeðslegt. Orðspor Íslands stefnir lóðbeint til helvítis en yfirvöldum málaflokksins er svo slétt sama á meðan allir monnípeningarnir flæða inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti