fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Trump, Pútín og Assange

Egill Helgason
Fimmtudaginn 5. janúar 2017 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er biluð staða þegar verðandi forseti Bandaríkjanna leggur meiri trúnað á orð Vladimirs Pútíns og Julians Assange en á samanlagðar leyni- og öryggisþjónustur ríkisins. Nú lýsir James Clapper, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, því yfir að hann muni birta meiri gögn um tölvuárásir Rússa í bandarísku kosninganna og að vitneskjan um þær hafi náð í efstu lög rússneska stjórnkerfisins.

Trump mun sjálfsagt ekki gefa sig, slíkt grefur undan sjálfu lögmæti þess að hann hafi verið kjörinn forseti, en fyrir Repúblikana á þingi er eiginlega óhugsandi að hunsa allt öryggiskerfi ríkisins – og binda trúss sitt við Assange.

Það er svo enn nokkur ráðgáta hvers vegna Trump er svona handgenginn Rússum – á því hefur í raun ekki fengist almennileg skýring. Bandalögin sem eru að myndast kringum kjör hans eru óvænt og skrítin – en vart er hægt að verjast þeirri tilhugsun að með þessu sé WikiLeaks gjörónýtt sem upplýsingaveita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti