fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Trump, Pútín og Assange

Egill Helgason
Fimmtudaginn 5. janúar 2017 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er biluð staða þegar verðandi forseti Bandaríkjanna leggur meiri trúnað á orð Vladimirs Pútíns og Julians Assange en á samanlagðar leyni- og öryggisþjónustur ríkisins. Nú lýsir James Clapper, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, því yfir að hann muni birta meiri gögn um tölvuárásir Rússa í bandarísku kosninganna og að vitneskjan um þær hafi náð í efstu lög rússneska stjórnkerfisins.

Trump mun sjálfsagt ekki gefa sig, slíkt grefur undan sjálfu lögmæti þess að hann hafi verið kjörinn forseti, en fyrir Repúblikana á þingi er eiginlega óhugsandi að hunsa allt öryggiskerfi ríkisins – og binda trúss sitt við Assange.

Það er svo enn nokkur ráðgáta hvers vegna Trump er svona handgenginn Rússum – á því hefur í raun ekki fengist almennileg skýring. Bandalögin sem eru að myndast kringum kjör hans eru óvænt og skrítin – en vart er hægt að verjast þeirri tilhugsun að með þessu sé WikiLeaks gjörónýtt sem upplýsingaveita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“