fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Harður, harðari, linastur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. september 2016 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sérstakt þegar átök innan Framsóknarflokksins eru farin að snúast um hver er linur og hver er harður í flugvallarmálinu. Nú er það flokksformaðurinn sjálfur sem er ásakaður um linkind af þingmanni úr sama kjördæmi og hann, kjördæminu þar sem flugvallarmálið vekur heitastar tilfinningar. Slíkt þykir algjör goðgá núorðið innan Framsóknar. Höskuldur má eiga að hann hefur aldre sýnt neitt annað en ítrustu hörku í flugvallardeilunum – hann beinir athyglinni að því, nú þegar eru aðeins tíu dagar í að valið verður á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi.

Þetta er náttúrlega klassískt rifrildismál. Það hefur ekki mátt nefna flugvöllinn án þess að menn fari að rífast eins og hundar og kettir. En afstaðan til þess hefur yfirleitt gengið þvert á flokkslínur. Sjálfstæðismaður á höfuðborgarsvæðinu kvartaði undan því um daginn að allt í einu væri komin upp sterk krafa innan flokksins um að taka afstöðu með flugvellinum. Staðreyndin væri sú að þar væru skoðanir skiptar og hefðu alltaf verið – og svo væri sumum alveg sama, teldu að önnur mál væru mikilvægari.

En Höskuldur Þórhallsson snertir náttúrlega viðkvæman blett, hann fer í Sigmund Davíð í því sem virðist eiga að vera eitt helsta kosningamál Framsóknar,  ásakar hann um tvískinnung og verkleysi, og veikir auðvitað í leiðinni stöðu flokksins sjálfs gagnvart málinu.

Annars er mjög erfitt að henda reiður á því sem er að gerast innan Framsóknarflokksins. Höskuldur virðist ekki sérlega líklegur til að fella Sigmund Davíð í kjördæminu, þótt hann geri svo harða hríð að honum nú. Þetta ræðst 17. september, en nokkuð óvænt sækjast þingkonurnar Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir líka eftir efsta sætinu á listanum. Atkvæðin munu semsagt dreifast á fjóra staði. En falli Sigmundur Davíð mun hann varla þurfa að kemba hærurnar sem formaður flokksins.

Eins og staðan er núna er sennilegra að hann mæti á flokksþing – sem verður líklega haldið 24. september – með tryggt efsta sætið í stærsta kjördæmi landsins. Sigmundur lætur ekki formannssætið eftir baráttulaust. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur vaxið í áliti á tíma sínum í forsætisráðuneytinu, en hann er hikandi, rétt eins og allur flokkurinn. Til að skipta um formann þarf náttúrlega einhver að finna hvöt hjá sér til að bjóða sig fram eða áræða að gera það – og það þegar einungis rúmur mánuður er til kosninga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði