fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Forsetakappræður í Ameríku – og eldhúsdagur á Íslandi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. september 2016 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lifum tíma sem er farið að kenna við post-factual eða post-truth. Þ.e. að staðreyndir eða sannleikurinn skipti ekki máli í pólitískri umræðu. Donald Trump þykir vera dæmi um þetta.

Þess vegna er maður ekki viss um að það breyti nokkru þótt sagt sé að Hillary Clinton hafi sigrað hann í kappræðum.

Þetta helst í hendur við hnignun stórra fjölmiðla og framgöngu fólks á samskiptamiðlum þar sem fólk þráttar en breytir aldrei um skoðun.

Við erum ekki komin jafnlangt út á þessa braut í íslenskum stjórnmálum – þótt vissulega sé farið að örla á þessum einkennum. Staðreyndatékk getur verið mikilvægt, en ekki er víst að það hafi áhrif á aðra en þá sem eru gagnrýnir í hugsun fyrir.

En eldhúsdagsumræður eins og þær sem við fengum að sjá í gær eru eins langt frá pólitíska showinu í kringum bandarísku kosningarnar. Össur Skarphéðinsson talar um „leiðindaþætti Rúv“ – en það verður líka að athuga að Rúv er skyldugt til að sinna öllum framboðum, hversu smá og vonlaus sem þau kunna að virðast. Ekki bara tveimur stærstu. Þess vegna er Samfylkingin með og líka Flokkur fólksins.

En raunar verður að segja að standardinn á mælskulistinni er ekki hár í íslenskum stjórnmálum. Á eldhúsdeginum í gær talaði varla einn einasti stjórnmálamaður sem telja má góðan ræðumann. Katrín Jakobsdóttir er í ágætri þjálfun, kemst líklega næst því.

Nýja stjarnan í íslenskri pólitík, Lilja Alfreðsdóttir, olli hins vegar vonbrigðum. Ræða hennar var flöt og í henni var að finna slöppustu metafóru kvöldsins – þessa um reynslumikla bílstjórann sem heldur um stýrið á efnahagsrútunni.

Hvað varð um karlinn í brúnni sem var alltaf vitnað í hér áður fyrr?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði