Yfir ýmsu er hægt að þræta, nú nafni verslunarkeðju sem heitir Iceland. Ég man þegar ég kom ungur maður til Bretlands og sá þessar búðir. Fannst þær ólystugar.
En mig rekur samt ekki minni til að þetta hafi stuðað mig sérstaklega. Maður skildi út á hvað orðaleikurinn gekk, allt í búðinni var frosið í drep.
Mergurinn málsins er auðvitað sá að verslanakeðjan heldur áfram að heita Iceland og landið heitir áfram Iceland, það mun ekkert yfirþjóðlegt yfirvald úrskurða að þetta eigi að vera öðruvísi. En kemur í ljós hvort líður fyrr undir lok.
Myndin er af vef mbl.is.