fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Pandóruaskja Framsóknar

Egill Helgason
Laugardaginn 24. september 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í blóðugan slag hjá Framsóknarflokknum fram að flokksþinginu um næstu helgi þegar verður kosið um formanninn. Samstaða sem virtist vera á yfirborðinu í flokknum er gufuð upp og reyndist vera tálsýn ein.

Eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti framboð sitt hafa allar gáttir opnast. Þingmennirnir Karl Garðarson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Eygló Harðardóttir hafa lýst yfir stuðningi við hann – Eygló segist vilja verða varaformaður, en aðeins ef Sigurður Ingi vinnur.

Sigurður Ingi fær 100 prósent atkvæða, öll atkvæðin með tölu, í kosningu um efsta sætið á framboðslista Framsóknar í Suðurkjördæmi – daginn eftir að hann tilkynnti ákvörðun sína. Ef marka má þetta gæti róðurinn orðið þungur fyrir Sigmund Davíð.

Sigmundur á hins vegar hauk í horni þar sem er Vigdís Hauksdóttir. Hún er óbilandi í stuðningi við hann. En Vigdís er auðvitað að hætta á þingi og er ekki í framboði í kosningunum. Það sama á við um þingmanninn Þorstein Sæmundsson sem er í stuðningsliði Sigmundar.

Á samskiptamiðlunum gengur á með svikabrigslum og hnýfilyrðum milli Framsóknarmanna. Þetta er eins og Pandóruaskja – og nú er búið að taka lokið af.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?