fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Undir áhrifum – Hildur Eir

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. september 2016 21:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef í sumar séð um útvarpsþátt á Rás 1 sem nefnist Undir áhrifum. Þátturinn er nokkuð fastur í forminu, þarna er spurt um hluti sem hafa áhrif á fólk á lífsleiðinni, staði, atburði, kennara, annað fólk, hugmyndir, bækur, tónlist og ýmislegt fleira.

Síðasti þátturinn í bili var á dagskrá í gær. Viðmælandi minn þar var Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju.

Þetta er mjög líflegt viðtal, Hildur er afar sjarmerandi og skemmtileg og segir vel frá. Í viðtalinu segir hún frá uppvexti sögufrægum stöðum, í Laufási og á Hólum þar sem faðir hennar var prestur. Móður með brennandi áhuga á pólitík. Heimili þar sem var mikil rækt lögð við bókmenntir, myndlist og fróðleik. Það kom í ljós að Hildur kann fjölda ljóða utanað. Hún sagði líka frá glímu sinni við kvíða og viðhorfum til prestskaparins og hvernig uppeldi hennar mótaði hana í því efni.

Viðtalið er að finna hér, á vef RÚV. Og með því að smella hérna er hægt að heyra fleiri þætti úr þessari röð. Viðmælandi minn í síðustu viku var Hilmar Þór Björnsson arkitekt sem margt hefur ritað um byggingalist og skipulagsmál.

 

94eead9116-417x277_o

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði