fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

„Þessi prófkjör eru drasl!“

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. september 2016 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslit prófkjöra Sjálfstæðisflokksins í  gær er áfall fyrir flokkinn sem heild. Konum er beinlínis rutt burt. Konur sem hafa setið á þingi detta þaðan út eða eru við það að falla. Í Kraganum eru fjórir karlar á miðjum aldri í efstu sætunum, í Suðurkjördæmi þrír karlar.

Nú er spurning hvernig flokkurinn bregst við þessu, en líklega eru miklar deilur í uppsiglingu. Landsamband Sjálfstæðiskvenna lýsir yfir megnri óánægju, en verður hægt að hrófla við listunum? Er hægt að fá einhvern af körlunum til að færa sig fyrir konu? Og hvernig mun það líta út gagnvart kjósendum? En þrýstingurinn verður þá væntanlega á þá sem fengu annað og þriðja sætið á listunum, Jón Gunnarsson, Óla Björn Kárason, Ásmund Friðriksson, Vilhjálm Árnason.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar:

Ég vona innilega að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og þeir karlar sem hafa nú sigrað í prófkjörum fari ekki með rulluna eina ferðina enn. Að þau segi ekki setningar eins og „konurnar eru minna áberandi“, „svona eru prófkjörsreglurnar“ eða „atkvæðin dreifast á svo marga“ heldur fari að segja af einlægni:

„Þessi prófkjör okkar eru drasl“.

En önnur sjónarmið eru líka uppi, Erna Ýr Öldudóttir, fyrrverandi Pírati sem gekk í Sjálfstæðisflokkinn til að kjósa í prófkjöri, skrifar:

Setjum þá varalit á svínin! Þessi umræða er bara móðursýkisleg og fáránleg. Þetta var prófkjör og ekki uppstilling. Kjósendur völdu og niðurstaðan var óvart karlar fremst. Get over it þarna PC grenjuskjóðurnar ykkar. Kveðja, vondi femínistinn.

Örn Johnson, sjálfstæðismaður úr Mosfellsbæ, tekur í sama streng,  segir að Sjálfstæðiskonur þurfi að líta „í eigin barm“ og vill ekki breyta neinu. Þetta er kannski ekki fyrir viðkvæma:

Jæja, vandlifað er á Íslandi. Landssamband sjálfstæðiskvenna lýsir því yfir að niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kraganum verði ekki virtar, fjórir karlar í efstu sætunum. Já, fjórir með langt tippi, svo koma stuttu tippin. Þvílík vanvirða við þá sem kusu í þessu prófkjöri, konurnar vilja ekki sætta sig við vilja kjósenda. Svo eru komnar fyrstu tölur úr Suðurlandskjördæmi, þrír karlar í efstu sætunum. Nú verður þetta „Landssamband“ að halda næturfund, ekki satt? En mættu konur sem telja sig Sjálfstæðiskonur ekki aðeins lita í eigin barm? Ég stóð við í einni kjördeildinni nokkra stund á laugardag. Þar kom í ljós að kjósendur þar voru 65% karlar og 35 % konur. Ergo: Konur studdu ekki konur. Þær í þessu „sambandi“ geta því lítið talað. Ég ætla að lýsa því yfir hér og nú og mun standa við það, að ef stutttippadeildin á að fá að ráða vilja kjósenda þá segi ég mig úr flokknum. Einfallt mál. Þetta er svæsið mismunamál sem ekki á að líðast í mínum flokki.

Það er spurt hér að ofan hvort einhverjir karlanna séu tilbúnir að víkja? Ef svo er ekki getur uppstillingarnefnd kannski gripið til sinna ráða – slíkt gæti valdið átökum og deilum. Þess má geta að prófkjörið hjá Sjálfstæðismönnum á Suðurlandi var mjög fjölmennt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði