fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Skemmtileg keppni á Ólympíuleikum

Egill Helgason
Mánudaginn 15. ágúst 2016 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn höfðu ýmsar efasemdir um Ólympíuleikana í Ríó, en það verður að segjast eins og er að keppnin þar hefur farið fram úr björtustu vonum í ýmsum greinum.

Michael Phelps með sínar 23 gullmedalíur er nú kallaður mesti ólympíu-íþróttamaður allra tíma, fremri en Leonidas frá Rhodos sem var hlaupari og keppti á fernum leikum á annarri öld f.Kr.

Sundmennirnir njóta þess reyndar að þeir geta keppt í mörgum greinum sem eru mjög svipaðar – tækifæri þeirra til að vinna verðlaunapeninga eru miklu ríkulegri en annarra keppenda. En afrek Phelps eru ótrúleg.

Frjálsíþróttakeppnin hefur verið frábær og þar hefur verið í stóru hlutverki sveitin frá Jamaíka, það er áberandi hvað keppendurnir þaðan eru brosmildir og líflegir. Það er uppörvandi að horfa á þá Það var sérlega gaman að sjá Jamaíkukonurnar Elaine Thompson og Shelley Ann Fraser-Pryce eigast við í 100 metra hlaupinu, báðar fagurlega skreyttar, sú síðarnefnda með hár í fánalitum Jamaíka. Thompson er yngri en Fraser-Pryce sem hefur unnið gull á tvennum Ólympíuleikum – og það var Thompson sem sigraði en þær fögnuðu innilega saman.

 

AR-160819625

 

Það var svo stór stund í gær þegar Usain Bolt, líka frá Jamaíka, sigraði í 100 metra hlaupi eins og hann gerði einnig á leikunum í Peking og London. Bolt er þá kominn efst í frægðarhöll Ólympíuleikanna, um það þarf ekki að efast, en hann gerir þetta líka með miklum stæl, það er mikill sláttur á honum, hann brosir breitt, þetta er stór maður og hreyfingar hans eru stórar. Hann er aldrei fyrstur framan af hlaupi en sígur svo léttilega fram úr í síðari hlutanum. Það er ómögulegt annað en að hrífast með.

Við erum í sumarhúsi úti í sveit, Kári sonur minn sagðist muna eftir því þegar við sáum Bolt sigra á leikunum 2008 í litlu lélegu sjónvarpstæki í öðrum sumarbústað. Hann var þá sex ára. Jú, það rifjaðist upp fyrir mér – í kringum Bolt skapast íþróttastundir sem eru sögulegar og minnistæðar.

Lyfjanotkun kastar alltaf skugga á Ólympíuleika, helsti keppinautur Bolts í hlaupinu var Bandaríkjamaður sem hefur tvívegis verið staðinn að misnotkun með lyf. Það er gott að hann vann ekki.

En hún var ekki síður merkileg keppnin í 400 metra hlaupinu í gær. Ég, sem stundum þykist vita allt um alla hluti, hafði um kvöldið sagt við Kára að þar væri met sem ekki yrði slegið. Svo lýsti ég fyrir honum stórhlauparanum Michael Johnson sem setti það 1999. Sá hafði einstakan hlaupastíl, efri hluti búksins var nánast kyrr en fæturnir hömuðust ótt og títt, svo útkoman var líkt og af fígúru í gamalli teiknimynd. Það var nánast eins og hjól væru undir manninum.

En stuttu síðar sigraði Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk í 400 metrunum og setti glæsilegt heimsmet. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hlaupa yst, á áttundu brautinni, og vera ekki talinn sérlega sigurstranglegur. Andrúmsloftið á leikvanginum eftir hlaupið virkaði dálítið skrítið – það var eins og enginn tryði að þetta gæti verið alvöru.

Svo les maður smá ævintýrasögur í fjölmiðlum daginn eftir, eins og þá að þjálfari Niekerks sé 74 ára langamma, Ans Botha að nafni. Svona sögur eru partur af Ólympíuleikum – og gleymum því ekki að allt þetta íþrótta- og afreksfólk hefur þjálfað sig síðustu árin til að ná hámarksárangri nákvæmlega á þessum punkti. Að baki liggur ótrúlegt strit.

 

Screen Shot 2016-08-15 at 11.45.30

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“