fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Nýi forsetinn og Íslandssagan

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. júlí 2016 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Gopnik er bandarískur rithöfundur og blaðamaður sem skrifar reglulega í hið ágæta tímarit The New Yorker. Hann hefur sótt Ísland heim og er ágætlega kunnugur landi og þjóð, enda kvæntur konu af íslenskum ættum. Hann skrifaði grein um íslenska kaffidrykkju og fleira í blaðið í fyrra undir heitinu The Coffee of Civilization in Iceland.

Nú birtist á vef New Yorker grein eftir Gopnik sem nefnist Iceland’s Historic Candidate, Hinn sögulegi frambjóðandi á Íslandi og  fjallar um forsetann tilvonandi, Guðna Th. Jóhannesson. Gopnik kom til íslands og fylgdist með kosningabaráttu hans. Það er ekki algengt að svo ítarlega sér skrifað í erlend blöð um forsetakosningar á Íslandi.

Gopnik hafði reyndar kynnst Guðna áður, á Iceland Writers Retreat, ritlistarvinnustofunni sem er skipulögð af Elizu Reed. Hann segir að sér hafi þá þótt áhugavert hvernig sagnfræðingurinn Guðni tók að sér að vinda ofan af ýmsum goðsögum um íslenskt þjóðerni – hafandi þurft að hlusta á ýmsar af sögnunum um sérstöðu Íslendinga hafi sér þótt það hressandi.

Í greininni er meðal annars rætt um hvernig reynt var að nota sagnfræðirannsóknirnar gegn Guðna í kosningabaráttunni. Það nær hámarki í sjónvarpsþættinum Eyjunni þegar Guðni spyr Davíð Oddsson hvort hann hafi enga sómakennd – vitandi að hann var að vitna í tíma McCarthyismans í Bandaríkjunum.

Guðni segir við Gopnik í framhaldi af þessu, þessi orð eru mjög athyglisverð og gefa mjög eindreginn tón fyrir forsetatíð hans:

Það er skylda mín, sem sagnfræðingur, og sem forseti, ef ég næ kjöri, að segja öllum sem vilja heyra sögu okkar, en á hlutlausan og sannan hátt, því við munum einungis blekkja okkur sjálf og lenda í ógöngum ef við gerum það með öðrum hætti. Við sáum þetta á árunum fyrir bankahrunið. Við heldum á lofti hugmyndinni um Íslendinga sem ofurhuga – afkomendur Víkinga og landkönnuða sem þorðu að fara um óþekkt höf – þegar staðreyndin var sú að þetta hugrekki stafaði af kjánaskap og sókn eftir lánsfé.  Þetta tengdist víkingum ekki neitt, og reyndar má nefna í leiðinni að þeir voru morðingjar og glæpamenn, meðfram því að vera landkönnuðir og miklir ferðamenn.

Það verður að segja eins og er að þarna er sleginn nokkuð ólíkur tónn en hjá fyrri forsetum, ekki síst Ólafi Ragnari Grímssyni. Það verður mjög forvitnilegt að heyra á næstu árum hvernig hinn heiðarlegi og sannsögli sagnfræðingur mun birtast í ræðum Guðna forseta. Varla mun hann spinna þræði frá Jóni Aðils og Jónasi frá Hriflu.

Gopnik fjallar nokkuð um aðra frambjóðendur í forsetakjörinu. Í síðari hluta greinarinnar fylgist hann svo með Guðna á kjördegi. Guðni játar fyrir honum að sér hafi kannski aðeins orðið í messunni í ummælum um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og að margir Bretar þykist nú sjá sjálfir að þeir hafi gert mistök. Guðni talar um frjálsa för fólks í þessu sambandi og nefnir að Pólverjar séu algjörlega nauðsynlegir fyrir íslenskan fiskiðnað.

 

Screen Shot 2016-07-06 at 11.45.57

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“