fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Hörð skýrsla um eitt vitlausasta stríð allra tíma

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. júlí 2016 18:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski sagnfræðingurinn Barbara W. Tuchman skrifaði eitt sinn bók sem nefnist The March of Folly. Hún fjallar um heimskuleg og misráðin stríð allt frá tíma Tróju til styrjaldarinnar í Vietnam. Það getur varla neinn efast um það lengur að Íraksstríðið myndi eiga heima í slíkri bók – bók um framrás heimskunnar.

Það er enn hálfgerð ráðgáta hvers vegna vinsæll stjórnmálamaður eins og Tony Blair eyðilagði feril sinn með því að fara með þjóð sýna í svo tilgangslaust en afdrifaríkt stríð. Blair tókst að ná endurkjöri sem forsætisráðherra í Bretlandi þrisvar sinnum, það er er nokkuð afrek, ríkinu vegnaði vel á tíma hans, þetta var góðærisskeið, en núorðið er hans nær eingöngu minnst fyrir Írak.

Kannski var Blair aldrei sérlega sterkur á siðferðissvellinu. Það virðist vera að hann hafi alltaf verið sleginn glýju þegar vald og peningar voru annars vegar.

Chilcot skýrslan er rosalegur áfellisdómur. Þar kemur fram að breska ríkisstjórnin hafi farið í stríð áður en búið var að leita friðsamlegra leiða – minna má á afstöðu ríkja í Evrópusambandinu, Frakka og Þjóðverja, sem alla tíð vöruðu við hernaðinum. Hættan sem stafaði af Saddam Hussein var vísvitandi ýkt. Blair lofaði Bush Bandaríkjaforseta að hann myndi standa með honum hvað sem gengi á.

Upplýsingar sem voru lagðar fram og notaðar til að réttlæta hernaðinn voru vægast sagt hæpnar – sérstaklega hvað varðaði gereyðingarvopn Saddams. Breski herinn var vanbúinn að fara í stríðið. Áætlunum um hvað skyldi gert þegar hernaðinum lyki var stórlega ábótavant. Það var lítið gert til að fylgjast með mannfalli í röðum Íraka; hættan á að stríðið myndi valda óstöðugleika í Mið-Austurlöndum og aukningu hryðjuverka var stórlega vanmetin.

Þetta er svakaleg lesning – það er samdóma álit að skýrslan sé mun harðari en menn áttu von á. Blair er í nauðvörn sem virkar hálf aumkunarverð – og það á líka við um Bush. Heimurinn situr uppi með afleiðingarnar af flónsku þessara fyrrverandi leiðtoga hins vestræna heims – þær eru skelfilegar – og því miður eru það aðrir en árásarþjóðirnar sem þurfa að gjalda mest fyrir misgjörðir þeirra lagsbræðra. Það má færa rök fyrir því að báðir ættu heima fyrir dómstólum.

Það er ekki stórt atriði í þessu samhengi að Ísland var sett á lista árásarþjóða í Írak. En það er allt í lagi að halda því til haga, rifja upp hvað varð til þess að urðum ábekkingar í einu vitlausasta stríði allra tíma.

 

url

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“