fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Góð kveðja frá franska liðinu

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. júlí 2016 22:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er fallega og drengilega skrifað, kveðja frá franska landsliðinu til þess íslenska.

 

Screen Shot 2016-07-04 at 01.02.10

 

Franska liðið spilaði sennilega besta leik sem nokkurt lið hefur spilað í keppninni til þessa. Það hefur í sínum röðum frábæra einstaklinga, en náði líka að spila skipulega og Deschampes þjálfari hafði augljóslega greint leikstíl íslenska liðsins. Maður efast um að hinn enski Hodgeson hafi nennt því.

Tvö mörk Íslands í seinni hálfleik breyttu stöðunni aldeilis fyrir okkur, það þýðir að íslenska liðið kveður með mikilli reisn – vinnur meira að segja seinni hálfleikinn 2-1. Það er líka skemmtilegt hvað íslenska liðið náði að skora mörg mörk í keppninni. Þó er hugsanlegt að Frakkarnir hafi þá verið farnir að slaka aðeins á. Þeir eru mörgum klössum fyrir ofan Englendingana sem við unnum svo glæsilega.

Viðureign Frakka og Þjóðverja verður söguleg – það er alltaf þannig þegar þessar þjóðir mætast. Deschamps segir að þar mæti Frakkar „besta liði í heimi“. En ýmsir leikmenn sem eru í franska liðinu eru meira skapandi og skemmtilegri á að horfa en þeir þýsku. Þjóðverjarnir hafa varla sýnt nema í svona 10 mínútur á öllu mótinu hvers vegna þeir eru heimsmeistarar.

Og sjálfsagt rifja menn enn einu sinni upp viðureign Frakka og Þjóðverja á HM 1982 þegar Þýskaland vann með einu mesta fólskubragði í sögu fótboltans, árás markmannsins Schumachers á framherjann Battiston.

 

 

Nú tekur við næsta verkefni íslenska landsliðisins, það er undankeppnin fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem verður haldið í Rússlandi 2018. Möguleikar Íslands eru þokkalegir, en það verður að segjast eins og er að þetta eru ekki endilega skemmtilegustu andstæðingar sem hægt er að hugsa sér.

Fyrsti leikurinn er í Kænugarði 5. september, gegn Úkraínu. Fyrsta sætið í riðlinum gefur rétt á þáttöku á HM, annað sætið gefur færi á þátttöku í umspili.

 

13533092_10208440954160349_6782332851681189433_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“