fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Heimsóknir lukkuriddara til Íslands

Egill Helgason
Föstudaginn 29. júlí 2016 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir að umræðan sem hefur skapað umhverfis byggingu einkaspítala í bænum gæti hugsanlega „drepið verkefnið“. Reyndar virðist bæjarstjórinn hafa rokið til með stuttum fyrirvara og skrifað undir úthlutun byggingalóðar – af fréttum má ráða að hann hafi sjálfur fengið afar litlar upplýsingar.

Síðustu dagana hafa birst ýmis tíðindi um hina væntanlegu byggjendur spítalans. Þetta virðast vera glæframenn, lukkuriddarar – minna dálítið á náunga eins og Huang Nubo með sín stóru plön á Grímsstöðum og Otto Spork, tannlækninn sem ætlaði að setja upp vatnsverksmiðjuna á Rifi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði hafði þó vit á því að ginnast ekki þegar Hollendingurinn Henri Middeldorp vildi fá til umráða fjórfalt magn neysluvatns Hafnfirðinga, það gerðist bara nú í vor. Það reyndist jafnlítið að marka það þegar hann vildi gera baðlón við skíðaskálann í Hveradölum. Það virkar eins og mjög lítið verkefni, kannski bara brotabrot af einkaspítala, en það voru líka órar og ekki staðið við neitt.

Menn af þessu tagi virðast geta komið hingað og fengið furðulega mikla athygli og fyrirgreiðslu – allt þangað til að verður uppvíst að engin innistæða er fyrir áformunum. Það láta ýmsir blekkjast, bæjarstjórinn í Mosfellsbæ er ekki einn um það. Sjálfur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varð eins konar ábekkingur fyrir Huang Nubo og talað meðal annars um „hinn ágæta Kínverja“.

Ekki verður betur séð en að þetta sé tómt rugl. Umræðan í kringum einkaspítalann hefur þó verið býsna áhugaverð. Hollendingurinn var farinn að nota mynd af sér með Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra í auglýsingaskyni. Setti hana á netið eins og til að gefa verkefninu opinberan stimpil. Myndin var tekin af öðru tilefni, en í framhaldi af því gaf Kristján út þá yfirlýsingu að ekki mætti mismuna eftir efnahag í heilbrigðiskerfinu – menn mættu kalla sig „sósíalista“ fyrir þær skoðanir sínar.

Kári Stefánsson steig einnig fram á völlinn, var afar neikvæður í garð þessara hugmynda, og fékk á sig gusu frá ungum frjálshyggjumanni, Alexander Frey Einarssyni,  á vefsvæði sem nefnist Rómur. Kári tók hraustlega á móti, bæði hvað varðar áhrif á heilbrigðiskerfið og hugsanlega stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustunni. Um fyrra atriðið segir Kári:

Ég held því fram, andstætt Alexander, að þær ástæður séu fyrir hendi í íslensku heilbrigðiskerfi í dag. Það er illa mannað og mér skilst til dæmis á stjórnendum Landspítalans að hann þoli ekki að missa einn einasta hjúkrunarfræðing eða sjúkraliða án þess að af því hlytist slys. Í því samhengi má ekki heldur gleyma að á Landspítalanum vinna 800 hjúkrunarfræðingar sem komast á eftirlaunaaldur innan örfárra ára. Heilbrigðiskerfið hlúir að þeim sem eru sjúkir og meiddir og ef það er svo illa mannað að það geti ekki sinnt sínu hlutverki er hætta á því að fólk þjáist og jafnvel deyi þegar hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Mín skoðun er sú að rétturinn til lífs og umönnunar sé svo ríkur að rétturinn til meira starfsvals eigi í þessu tilfelli að víkja fyrir honum, í það minnsta tímabundið. Þessi skoðun nýtur töluverðs fylgis meðal þeirra sem ættu meira starfsval ef útlendingaspítalinn yrði reistur. Til dæmis hefur formaður félags hjúkrunarfræðinga látið hafa eftir sér að við yrðum fyrst að manna íslenskt heilbrigðiskerfi áður en við leyfðum svona spítala fyrir útlendinga.

Og hið seinna, stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu:

Alexander lítur svo á að heilbrigðisþjónusta sé eins og bílar og föt og hús og þeir sem séu ríkir eigi að geta keypt sér betri heilbrigðisþjónustu en þeir sem eru fátækir. Ég er þessu einfaldlega ósammála vegna þess að ég lít svo á að rétturinn til lífs eigi að vera sá sami hjá öllum, jafnt fátækum sem ríkum. Það má nefnilega leiða að því rök að sá sem geti keypt sér betri heilbrigðisþjónustu hafi ríkari rétt til lífs en sá sem getur það ekki. Þar af leiðandi á það ekki að vera hægt. Þetta er skoðun sem byggir á tilfinningum frekar en rökhugsun. Þessa skoðun telur Alexander einnig vera hræsni af því sé nægilega fjáður til þess að geta keypt mér betri heilbrigðisþjónustu. Ég viðurkenni fúslega að gamall sósíalisti sem vaknar dag einn sem auðugur maður býður upp á þann möguleika að það sé hæðst að honum fyrir jafnréttishugmyndir hans og eins gott fyrir hann að taka öllum bröndurunum þar að lútandi með bros á vör. Það breytir því ekki að ég sæki mína heilbrigðisþjónustu, sem hefur verið meiri en ég hefði viljað á síðustu árum, í hið laskaða heilbrigðiskerfi okkar og ég hef nýtt aðgang minn að fjármagni til þess að hlúa að því.

Sjálfur var ég aðeins að íhuga þessi mál um helgina. Þá var ég á ferðalagi um Suðurland og dvaldi dagpart á Sólheimum í Grímsnesi. Átti þar meðal annars samtöl við íbúa sem sögðu mér dálítið frá lífshlaupi sínu. Þar var til dæmis kona sem hafði komið á Sólheima tólf ára en sagðist nú vera sextíu og sex. Ég hafði orð á því hvað hún liti vel út, væri ungleg, dafnaði vel í þessu umhverfi. Hún varð glöð yfir því. Þetta var gott spjall.

Sólheimar byggja á hugsjónum um mannúð og heilnæmt umhverfi. Það er í raun ævintýri að heimilið hafi verið stofnað þarna strax 1930 – við getum rétt ímyndað okkur hvernig aðbúnaður þroskahefts fólks hefur verið á þeim tíma, bæði í borgum og sveitum. Ef það fékk einhvers staðar inni var það á „fávitahælum“ en dæmi voru um að það væri geymt í útihúsum.

Einhvern veginn gat ég varla hugsað mér meiri andstæður,  Sólheima eins og þeir birtust mér á sunnudaginn, með þessari merku sögu, og áformin um spítalann í Mosfellsbæ. Það er ágætt að komast að því að þetta er „allt í plati“. Á Sólheimum græða menn sár og græða landið, en á hinum staðnum ætla menn bara að græða – það er gróðabrask. Við lifum því miður í samfélagi þar sem peningar eru viðmið alls, þeir hafa orðið að hinum endalega mælkvarða hlutanna, og þegar er tæpt er á því að aðrir hlutir kunni að ráða gjörðum fólks og hugmyndum heyrast ásakanir um hræsni eins og hjá unga frjálshyggjumanninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“