fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Sumarnæturfegurð og Pokémonar

Egill Helgason
Laugardaginn 16. júlí 2016 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Misheppnað valdarán gegn hinum ömurlega Erdogan í Tyrklandi. Blóðbað í hinni fögru Nice við Miðjarðarhafið. Trump og Boris. Maður fær kvíðahnút í magann þegar maður opnar tölvu þessa dagana.

Göngutúr við Tjörnina í Reykjavík er góður á bjartri sumarnótt. Fegurri reit í borginni er vart að finna. Sigurveig tók þessa mynd klukkan hálf tólf í gærkvöldi. Gróðurinn er svo fallega grænn – maður sér mörg tilbrigði af grænu – en húsin speglast í vatnsfletinum. Ég hef reyndar aldrei séð jafnmikill slýgróður í Tjörninni og þetta sumar. Gæti verið að hitastig vatnsins sé ástæðan?

Það sem sést ekki á myndinni eru hópar ungmenna sem fóru um garðinn í nýja leiknum Pokémon Go. Þetta er leikur fyrir snjallsíma sem útheimtir að leikendurnir séu á ferðinni utandyra. Pokémonarnir leynast víða en eru ekki sýnilegir án tækjanna. Þetta er orðið mikið æði víða um heim, vægast sagt.

Enn hefur þó ekki tekist að þróa búnað til að greina huldufólk, en hver veit nema það komi?

 

13719469_10154360678777718_4772131129441647924_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“