fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Aukin hernaðaruppbygging á Íslandi – viðbrögð við stefnu Pútíns

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. júní 2016 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sameiginleg yfirlýsing Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál sætir tíðindum, en hún var undirrituð í gær. Þarna er sagt að „umhverfi öryggismála í Evrópu og norðanverðu Atlantshafi hafi breyst á undanliðnum tíu árum“ – það dylst varla neinum að þetta eru viðbrögð við þróuninni í Rússlandi Pútíns, það var síðast í maí að Obama forseti varaði Rússa við aukinni hervæðingu sem hann sagði að beindist gegn Norður-Evrópu. Ennfremur má nefna hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurheimskautssvæðinu.

Varnarliðið er ekki að koma aftur, þótt það sé ef til vill ekki svo fjarlægur möguleiki lengur,  en það er áréttað mjög skýrt að Ísland standi með Bandaríkjunum og sé á bandarísku áhrifasvæði. Það er tekið fram að þetta sé innan ramma varnarsamningsins frá 1951.

Við megum búast við meiri hernaðaruppbyggingu á Íslandi en verið hefur undanfarin ár, það fer ekki á milli mála.

Samkomulagið er undirritað af utanríkisráðherra úr Framsóknarflokknum. Áður en til undirritunar kom hafði ekkert heyrst um að þetta stæði til.

Það má auðvitað spyrja hvers vegna var engin umræða um þessa yfirlýsingu áður en hún var gerð opinber? Hver var aðdragandinn að þessu – hvernig voru ákvarðanir teknar? Með þessu er væntanlega loku fyrir það skotið að Íslendingar breyti t.d. afstöðu sinni gagnvart viðskiptabanni á Rússland – sem er fyrst og fremst að undirlagi Bandaríkjanna, ekki ESB, eins og sumir virðast halda.

Og svo má gera einn lítinn fyrirvara. Væntanlega skiptir dálitlu máli hver verður kosinn forseti Bandaríkjanna í byrjun vetrar. Vildum við eiga í nánari samstarfi við Bandaríki sem væru t.d. undir forystu Donalds Trump?

 

9uz3dtznLilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“