fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Flugbraut 06/24

Egill Helgason
Föstudaginn 10. júní 2016 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitthvert snjallasta áróðursbragð seinni tíma var þegar farið var að kalla eina flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli „neyðarbraut“. Þetta er mjög sterkt orð, og fljótt voru allir fjölmiðlar á Íslandi búnir að taka þetta upp, alveg umhugsunarlaust. Orðið er komið beint frá helstu flugvallarvinunum sem hafa falið Vatnsmýri hjarta sitt.

Orðið fer ekkert að heyrast fyrr en á þessum áratug. Áður var þetta norðaustur-suðvesturbraut eða braut 06-24. Meira að segja var farið að nota þetta í skoðanakönnunum, þá var spurt „viltu láta loka neyðarbrautinni“. Hver gat sagt já við slíkri spurningu?

Nú láta menn eins og himinn og jörð séu að farast ef þessari braut verður tekin úr notkun. Það er samt svo að lengi hefur verið stefnt að lokun hennar – og menn voru ekkert mikið að mótmæla því. Þarna stóð til dæmis á síðasta áratug til að byggja samgöngumiðstöð sem flugvallarvinir voru hæstánægðir með, enda hefði hún fest flugvöllinn mjög í sessi – á kostnað „neyðarbrautarinnar“.

Dómur Hæstaréttar í gær staðfestir einfaldlega að ráðherrar þurfa að halda gerða samninga. Þeir eru ekki óbundnir af samningum sem fyrri ráðherrar gera. Þetta er náttúrlega sjálfsagt mál. Hæstiréttur er auðvitað ekki að taka afstöðu í flugvallarmálinu, enda er það ekki í hans verkahring.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“