fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Hannesarjafninn stígur fram

Egill Helgason
Mánudaginn 9. maí 2016 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég skrifaði nokkrar greinar um það að Davíð Oddsson væri á leið í forsetaframboð, menn trúðu því svona mátulega. Ég lái þeim ekki – þetta er með ólíkindum.

Mér finnst sennilegt að óvænt endurframboð Ólafs Ragnars hafi sett strik í reikninginn. En þegar vandræðin með fjármál Dorrittar Moussaieff koma upp er fundinn svo veikur blettur á Ólafi að Davíð getur farið fram.

Það er næsta óvenjulegt að sjá hvernig Davíð hefur notað Morgunblaðið til að undirbúa framboð sitt. Fyrst með hinni löngu grein eftir Hannes Hólmstein Gissurarson þar sem birtist mikið lof, en líka ljósmyndir af Davíð með þjóðarleiðtogum, Bush, Thatcher og Chirac. Svo með Reykjavíkurbréfi í fyrradag þar sem var höggvið ótt og títt í frambjóðendur í kosningunum; þá var framboð Davíðs ekki komið fram. Fátítt er að alvöru dagblöð séu einkamálgögn ritstjóra sinna með svo áberandi hætti.

En það verður að segjast eins og er að Davíð var aldrei í essinu sínu í útlöndum. Þá var alltaf dálítill heimóttarbragur yfir honum, ólíkt Ólafi Ragnari sem birtist á erlendum vettvangi eins og tignarmaður sem er fullur sjálfstrausts.

Ein helsta krafan sem Íslendingar gera til forseta síns, og almenningi hefur þótt Ólafur hafa uppfyllt það, er að hann verði „okkur ekki til skammar“ í útlöndum. Davíð tekur fylgi frá Ólafi, en það verður samt að segjast eins og er að Ólafur er miklu vinsælli maður – í skoðanakönnun frá því í apríl sögðust 55 prósent aðspurðra bera frekar eða mjög mikið traust til hans.

Hvað vakir fyrir Davíð að fara fram? Jú, auðvitað vill hann endurreisa laskað orðspor sitt. Komast aftur á stallinn þar sem hann var einu sinni þegar stuðningsmenn hans, og líklega hann sjálfur, töldu að hann væri mesti stjórnmálamaður Íslands jafnvel fyrr og síðar.

„Hannesarjafninn“ eins og einn heitasti aðdáandi hans orðaði það á einhverju afmælinu. Þar var átt við Hannes Hafstein, ekki Hannes Hólmstein.

Ekki sakar að fá í leiðinni tækifæri til að sýna pólitískum andstæðingum, og þeim sem hafa ekki borið næga virðingu fyrir honum, tvo í heimana í leiðinni.

Við þyrftum eiginlega að fá tvær til þrjár skoðanakannanir núna fyrri part vikunnar. Ólafur Ragnar var bljúgur í viðtali hjá Birni Inga og það var næstum eins og hann væri til í að hætta við að hætta við að hætta.

En það verður að segjast eins og er, varla hefur maður vitað furðulegri vendingar í nokkrum kosningum og það er örugglega ekki búið enn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“