fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Fylgistölur breytast ekki þrátt fyrir árásir Davíðs

Egill Helgason
Þriðjudaginn 31. maí 2016 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei var nú líklegt að árásir Davíðs Oddssonar á Guðna Th. Jóhannesson, sem byggja meðal annars á sérstæðum lestri á því sem hann hefur skrifað í fræðigreinum, myndu hafa mikil áhrif.

Þær kannski þétta raðirnar meðal innmúraðra en annars staðar hafa þær frekar vakið furðu en hitt.

Ný skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir sýnir að fylgið hefur litið haggast. Guðni er með rúmlega 60 prósent en Davíð er með 19. Munurinn er meiri en 40 prósentustig.

Það er spurning hvernig það muni gefast fyrir Davíð að halda áfram þessum árásum og bæta jafnvel í. Reynslan segir manni að margir í herbúðum hans séu á þeirri línu. En það blasir við að hann muni tapa í kosningunum og kannski frekar spurning um að komast frá þessu með þokkalegri sæmd.

Það eru ekki góðir kostir í boði fyrir hann. Það getur verið erfitt að þrauka í kosningabaráttu sem er nær örugglega töpuð og þar sem ekkert er að virka. Fylgismenn eru fljótir að missa móðinn og láta sig hverfa; það færist mikil deyfð yfir kosningaskrifstofuna.

Davíð getur reynt að halda áfram að höggva í sama knérunn, vera árásargjarn, en hætt er við að það virki eins og óöryggi og örvænting – og er býsna óforsetalegt. Hann auðvitað getur prófað að sýnast jákvæður – hugsa þá máski frekar um orðspor sitt eftir kosningarnar. Og svo er auðvitað möguleiki að hann hætti við – finni einhverja átyllu til þess.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“