fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Þarf mikið til að breyta stöðunni

Egill Helgason
Laugardaginn 28. maí 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fjölmiðli sá ég um daginn að var slegið upp fyrirsögn sem var eitthvað á þessa leið: „Guðni og Davíð efstir.“

Staðan var reyndar sú að 40-50 prósentustig skildu frambjóðendurna og varla hægt að nefna þá í sömu andrá hvað fylgismælingar varðar. Þetta var eins og örvæntingarfull tilraun til að hleypa spennu í kapphlaup þar sem einn keppandinn er mörgum hringjum á undan hinum.

Ekki virðast sérstakar líkur á því að þetta breytist að marki – Guðni Th. Jóhannesson þarf að gera ógurleg glappaskot til að klúðra þessu. Kannski myndi það breytast ef hann er „tekinn ber“ eins og segir í laginu?

Miðað við sjónvarpskappræðurnar í fyrradag er ekkert slíkt að fara að gerast og kannski enn síður í kappræðum þar sem mætast allir níu frambjóðendurnir.

Davíð Oddsson var lang agressífastur af frambjóðendunum á fimmtudagskvöldið, það er kannski eina leiðin þegar maður er að tapa stórt, en um leið getur það virkað alveg þveröfugt – eins og óöryggi eða örvænting. Þá gæti það jafnvel farið svo að Andri Snær nái að keppa við Davíð um annað sætið.

Vissulega sá enginn fyrir að fram kæmi forsetaefni sem fengi jafn gríðarlega mikið fylgi í könnunum og Guðni Th. Jóhannesson. Uppi voru stöðugar vangaveltur um að kosningarnar gætu jafnvel unnist á fjórðungsfylgi eða rúmlega því.

Þá hefði Davíð Oddsson máski átt séns – og líklega hafa stuðningsmenn hans reiknað dæmið þannig.

Ágætur stjórnmálagreinandi, með mikla reynslu, orðaði þetta þannig við mig nú í vikunni að Davíð Oddsson gæti fengið helminginn af samanlögðu hámarksfylgi D og B. Það er í kringum 50  prósent, semsagt 25 prósent – að hámarki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“