fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Draumar um bjarta framtíð sem gufuðu upp

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. maí 2016 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt sinn dreymdi mannkynið stóra drauma sem fólu í sér að minni tími færi í vinnu og strit en meiri í að efla andann, sinna áhugamálum og hugðarefnum, verða gáfaðri og fremri. Um þetta fjallar lag eftir Donald Fagen sem nefnist IGY – eða International Geophysical Year. Þar er sungið um bjarta framtíð eins og hún horfir við frá téðu ári sem var 1958.

Þarna er fjallað um hversu heimurinn verði dásamlegur og mennirnir frjálsir þegar tæknin leysir okkur undan gömlum fjötrum, flaugar fara út í geim og borgir eru knúðar áfram af sólarorku.

What a beautiful world this will be
What a glorious time to be free

 

 

Við höfum ekki alveg farið þessa braut. 1958 voru karlar nánast einir á vinnumarkaði. Síðar bættust konurnar við – og nú þurfa flest heimili tvær fyrirvinnur til að ná endum saman. Kjör millistéttarinnar standa í stað, versna frekar en hitt. Ungt fólk situr eftir. Atvinnuöryggi er minna en áður.

Tæknin hefur semsagt ekki frelsað okkur. Hún virðist meira að segja valda því að auður safnast á sífellt færri hendur, hinir ríku verða ríkari. Samhliða verður pólitíkin eitraðri og andstyggilegri – við sjáum hvarvetna uppgang pópúlískra stjórnmála. Það ríkir mikil reiði í vestrænum samfélögum. Við erum býsna fjarri því sem segir í laginu.

Just machines to make big decisions

Bjartsýni þessa tíma er líka gufuð upp að mestu. Þetta var samt heimur sem hafði upplifað heimsstyrjöld fáum árum áður, þar sem stóð yfir kalt stríð milli stórvelda sem stóðu andspænis hvort öðru grá fyrir járnum, þar sem vofði yfir kjarnorkuógn. Í raun lifum við miklu friðsamlegri tíma nú – þar sem margvíslegir draumar ættu að geta ræst.

En þá ber svo við að varla neinum í hug lengur að mannkynið hverfi frá striti og oki vinnunnar – í Bandaríkjunum hefur vinnutími þvert á móti lengst, kröfur vinnumarkaðarins svokallaða eru óbilgjarnari, fólk er hræddara um starf sitt og kostnaður við menntun og heilbrigðisþjónustu hækkar stöðugt.

Draumar eiga erfitt uppdráttar. Hér getum við til dæmis séð hvað Samtök atvinnurekenda hafa fram að færa í umræðunni um styttri vinnuviku – sem gæti til dæmis nýst fólki til að vera meira með börnunum sínum. Þeim hryllir svo við þessu að talað er um „efnahagsleg hryðjuverk“, „aðför“ og „efnahagsöngþveiti“.

Myndin er ekki góð, hún er tekin í fljótheitum á síma, en þetta er úr Viðskiptablaðinu í dag. Málflutningurinn er ekki bara í anda einhvers konar púritanískrar vinnuhörku – að vinnan sé upphaf og endir alls og frumtilgangur lífsins – heldur finnst manni eins og sá tónn sé í þessu að fólk eigi ekki að fá að komast upp með svona óra. Það er jafnvel hægt að tala um ofstæki í þessu sambandi – einkum og sérílagi sé borið saman við hina svífandi drauma IGY, alþjóðlega eðlisfræðiársins.

 

FullSizeRender

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“