fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Árni Páll og hraðleiðin til hægri

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. maí 2016 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mörgum árum skrifuðum við Gunnar Smári Egilsson saman grein í löngu horfið tímarit sem kallaðist Heimsmynd. Greinin nefndist Landakort íslenskra stjórnmála og með fylgdi ítarlegt kort sem vinur okkar Andrés Magnússon gerði. Þetta var tilraun til að skilgreina ýmsa hópa og hreyfingar í íslenskum stjórnmálum.

Einum hópi gáfum við heitið „Hraðleiðin til hægri“. Í henni var ýmislegt vinstra fólk sem hafði verið í Alþýðubandalaginu flest en stefndi nú hraðbyri í átt að hægri vængnum. Þetta var nokkrum árum áður en Tony Blair tók við Verkamannaflokknum í Bretlandi, en margt af þessu fólki varð síðar það sem kallaðist „blairistar“.

Flest endaði það svo í Samfylkingunni – og komst þar til áhrifa. Ég held að mig misminni ekki að við höfum sett Árna Pál Árnason, fráfarandi formann Samfylkingarinnar, í hópinn.

Árni kemur í viðtal á Morgunvaktinni og segir að ekki sé „sjálfgefið“ að Samfylkingin lifi. Hann talar um að flokkurinn hafi farið of langt til vinstri:

Með því að leggja höfuðáherslu á að vera hreinn vinstriflokkur, og á hreina vinstristjórn, hefur Samfylkingin gleymt því að hún komst til valda vegna þess að miðjan kaus hana.

Árni segir ennfremur að það beri dauðann í sér að „teygja sig ekki“ í átt til miðjunnar. En það er kannski ekki heldur sjálfgefið að Árni eigi samleið með Samfylkingunni. Samferðin í formannstíð hans var aldrei sérlega farsæl. Hinn pólitíski pendúll hefur sveiflast til vinstri með vaxandi auðræði í heiminum og æpandi ójöfnuði. Jafnaðarmannaflokkar hafa víða lent í vandræðum vegna þess hversu þeir hafa dyggilega þjónustað peningavaldið.

Í einni bók man ég að rithöfundurinn John Le Carré segir að sumir virðist halda að það að vera á miðjunni – mitt á milli póla – sé afstaða. Le Carré segir að svo þurfi ekki að vera, fólk telji sig standa á miðjunni en í rauninni sé það hvergi.

They think of themselves in the middle, whereas of course really, they’re nowhere.

Maður getur ekki varist þeirri tilhugsun að Árni Páll eigi kannski betur samleið með Bjartri framtíð og máski Viðreisn fremur en jafnaðarmannaflokki – í hreyfingu sem gæti verið í anda frjálslyndra flokka í Evrópu, frjálslyndir demókratar fremur en sósíaldemókratar.

Líklegast verður að telja að Samfylkingin kjósi sem formann Oddnýju Harðardóttur, þann frambjóðanda sem hefur hvað eindregnastan vinstri svip. Þar vaknar reyndar sú spurning hvort Samfylking og VG þurfi að vera sitthvor flokkurinn – er sérlega mikill munur á Oddnýju og Katrínu Jakobsdóttur?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“