fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Uppstigningardagsframboð Guðna

Egill Helgason
Sunnudaginn 1. maí 2016 23:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti farið að hitna aðeins í kolunum í forsetakosningunum.

Guðni Th. Jóhannesson er greinilega á leiðinni í framboð.

Það boðar enginn fund í stórum sal með margra daga fyrirvara til að skýra frá því að hann ætli ekki að gera eitthvað.

Og það á uppstigningardag.

Fundurinn er boðaður á Facebook. Hann er í Salnum í Kópavogi, eins og tölur standa nú hafa 1.6000 áhuga á að mæta, 442 ætla að mæta, en 7.100 hefur verið boðið. Miðað við þetta þyrfti kannski frekar að panta Laugardalshöll?

Það er líklega sniðugt að byggja upp spennu fyrir þennan viðburð – þótt varla dyljist neinum hvað gerist þarna.

Frambjóðandinn væntanlegi verður líka að láta hendur standa fram úr ermum. Þegar framboðið verður tilkynnt verða ekki nema mánuður og tuttugu dagar til kosninga, það þarf talsvert átak til sigra Ólaf Ragnar Grímsson.

Þá erum við að tala um fundahöld og ferðalög út um byggðir landsins. Það er svo spurning hvort þurfi ekki líka að eyða fé í að auglýsa í fjölmiðlum.

En um leið bendir flest til þess að framboð Andra Snæs Magnasonar sé ekki að gera sig – ekki þegar Guðni er líka kominn til skjalanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“