fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Samsæriskenningar um Panamaskjölin – Bandaríkin, ESB og George Soros

Egill Helgason
Laugardaginn 9. apríl 2016 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplýsingar sem eru komnar úr Panamaskjölunum sýna gríðarlega spillingu í kringum Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Þar má sjá að nokkrir vildarvinir forsetans eiga 2 milljarða dollara í aflandsfélögum. Það er þó sjálfsagt bara toppurinn á ísjakanum.

Viðbrögð sveitarinnar í kringum Pútín hefur verið að segja að þessar upplýsingar séu partur af samsæri Bandaríkjastjórnar og hins alþjóðlega fjárfestis George Soros. Soros er einkennilegur maður, hann hefur rekið risastóra vogunarsjóði, tekið stórar stöður gegn gjaldmiðlum, en á sama tíma staðið í alþjóðlegu starfi til að efla mannúð, mannréttindi og lýðræði.

Í grein sem birtist á vef Russia Today fyrir fáum dögum segir að Bandaríkjastjórn og Soros fjármagni birtingu Panamaskjalanna – til að koma höggi á Pútín. Russia Today er sjónvarpsstöð sem er alþjóðlegt áróðurstæki fyrir Pútín.

En málflutningur hefur birst í ýmsum myndum í fjölmiðlum sem eru hliðhollir stjórn Rússlands, en þarna er vitnað í Twitterfærslur frá WikiLeaks.

 

Screen Shot 2016-04-09 at 12.15.23

 

Hér eru svo fleiri Twitterfærslur frá WikiLeaks sem birtust allar á þriðjudaginn.

 

Screen Shot 2016-04-09 at 12.10.57

 

Þessar samsæriskenningar eru nú farnar að berast í íslenska fjölmiðla. Bloggari nefnist Gústaf Adolf Skúlason. Hann tengir samsærið ekki bara við Bandaríkjastjórn heldur líka við Evrópusambandið – til að tryggja völd þess sem hann kallar „Germaníu“. Það sé verið að senda Cameron í Bretlandi og Sigmundi Davíð á Íslandi skilaboð um að þau skuli ekki framvegis „standa í vegi vogunarsjóða“. Hér er brot úr bloggfærslu Gústafs Adolfs:

 

Screen Shot 2016-04-09 at 12.42.14

 

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í dag er svo að miklu leyti byggt á skrifum Gústafs Adolfs. Þar fá samsæriskenningarnar smá byr undir vængi á Íslandi.

 

Screen Shot 2016-04-09 at 12.33.07

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“