fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Hin 77 mál ríkisstjórnarinnar – truflar þingið forsetakosningar?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 07:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Screen Shot 2016-04-28 at 07.21.25

Fréttablaðið birtir afar greinargott yfirlit yfir málaskrá ríkisstjórnarinnar – þau mál sem stjórnin vill fá í gegn áður en haldnar verða kosningar. Þetta er ansi langur og mikill listi og sum málin eru stór.

Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir segja að þetta sé fullkomlega óraunsætt, þarna séu meira að segja lög sem á beinlínis eftir að skrifa. Óttar Proppé segir að ekki sé hægt að líta á þetta sem forgangslista, heldur sé þetta „samtíningur allra mála sem eru í vinnslu“.

Helgi Hrafn Gunnarsson pírati segir að það myndi ekki koma sér á óvart þótt loforð um kosningar í haust yrðu svikin.

Miðað við þetta skyldi maður ætla að væri enginn tími fyrir Alþingi að fara í frí. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, segir samt að líklega verði starfað fram í maílok, en svo komi þing aftur saman í ágúst. Svo segir hann:

Við þurfum að gefa forsetakosningum svigrúm sem munu fara fram í lok júní.

Þetta er reyndar viðhorf sem virkar ankanalega. Er ekki hægt að kjósa forseta þótt þing sé starfandi? Hvernig truflar þing forsetakosningar? Ráða þingmenn ekki við þetta – eða er það þjóðin sem mun finna slíkt ónæði frá þingstörfum að hún nær ekki að einbeita sér að forsetakosningum?

Það virðist hins vegar vera tími til að fara í stórfellda sölu á ríkiseignum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“