fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Svindilbrask, arðrán og ill meðferð á verkafólki

Egill Helgason
Föstudaginn 22. apríl 2016 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttatíminn birtir ömurlegar lýsingar á framferði fyrirtækis sem er mjög umsvifamikið í húsbyggingum. Er með stór og áberandi verk í Miðborginni, á Grettisgötu og á Laugavegi 4-6. Nágrannar hafa margoft kvartað undan fyrirtækinu við borgaryfirvöld, en með litlum árangri.

Í Fréttatímanum kemur líka fram að fyrirtæki þetta, Brotafl, sé að byggja fangelsið á Hólmsheiði. Má segja að það sé dálítið kaldhæðnislegt, því eigendur fyrirtækisins hafa undanfarið verið í gæsluvarðhaldi, grunaðir um skattsvik, peningaþvætti og mansal.

Fréttatíminn lýsir því hvernig er farið með erlenda verkamenn sem vinna á vegum þessa fyrirtækis í fréttaskýringunni sem ber yfirskriftina Ábatasöm glæpastarfsemi í byggingabransanum. Verkamönnum er hrúgað saman í ótútlegt leiguhúsnæði í iðnaðarhverfum.

Þarna hringja háværar viðvörunarbjöllur. Það er feikilegur uppgangur í byggingariðnaði, en hann virðist líka vera gróðrarstía fyrir svindilbrask, og samkvæmt þessu, glæpi. Það er afskaplega viðkvæmt þegar svo mikið er byggt á erlendu vinnuafli,  býður heim arðráni og illri meðferð á verkafólki.

Það er vont ef lægstu hvatir okkar mannanna fá að ráða þarna og getur komið óorði á heila atvinnugrein. Yfirvöld og aðilar í byggingariðnaði sem er annt um orðspor sitt þurfa að vera á verði gagnvart starfsemi af þessu tagi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“