Ástæðan fyrir því að Landsbankinn stendur betur en hinir bankarnir eru innlánsviðskipti sem bankinn hefur stundað gegnum internetið í Bretlandi – eiginlga bara svona gamaldags sparisjóðsstarfsemi.
Nú er Kaupþing að gefast upp á braskinu. Menn láta eins og það hafi verið meiriháttar sigur þegar bankinn hætti við að kaupa bankann í Hollandi en auðvitað er það niðurlæging.
Í staðinn ætlar Kaupþing að stæla Landsbankann og hefja sparisjóðsstarfsemi í Bretlandi.
Annars virðist þetta ætla að verða ár hins skapandi bókhalds.
Manni skilst til dæmis að það sé full ástæða til að skoða betur tölurnar í reikningi Exista.