fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Horfin borgarmynd

Egill Helgason
Mánudaginn 7. mars 2016 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er póstkort útgefið af Agli Jacobsen og versluninni Birni Kristjánssyni og sent til Berlínar 1925. Myndin er tekin frá Arnarhóli, segir á síðu sem nefnist Svipmyndir úr fortíðinni en þar birtist myndin. Það er skemmtilegt hvernig hún hefur verið lituð.

Þetta er horfin Reykjavík, fá svæði í bænum hafa orðið eyðileggingu jafn hrikalega að bráð og þessi hluti Kvosarinnar. Það er einmitt þarna sem á að rísa umdeilt stórhýsi sem farið er að kenna við Hafnartorg.

Við sjáum að á myndinni er steinsteypa farin að gera innreið sína, í líki stórhýsis Natans & Olsen, oftast kallað Reykjavíkurapótek, og í byggingu Eimskipafélagsins. Þarna glittir líka í gömlu lögreglustöðina sem fyrst var reyndar barnaskóli.

Flestöll önnur hús á myndinni eru á bak og burt, það var byggt ofan á hús bankans á Lækjartorgi og þar er núna héraðsdómur. Hús Ziemsen var flutt í Grófina og endurbyggt með fallegum hætti, en annars er þetta horfin borgarmynd.

 

12829008_799641843475619_5629449913249291184_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn