fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Að vinna páskaboðin

Egill Helgason
Sunnudaginn 27. mars 2016 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki man ég til þess fyrr að páskadagur væri undirlagður af pólitík eins og nú. Í öll þau ár sem ég hef skrifað á netið hef ég í mesta lagi sett inn páskakveðju þennan dag.

En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur valið páskadag til að efla varnir sínar í hinu eldfima Tortólamáli.

Hann og kona hans senda frá sér samantekt sem birtist á vefsíðu hans – og verður náttúrlega í öllum fjölmiðlum í dag.

Og svo mætir hann í viðtal í einn helsta pólítíska vettvang landsins, á Sprengisand Sigurjóns Magnúsar Egilssonar, á páskadagsmorgun.

Þátturinn hefur ábyggilega fengið mikla hlustun. En þetta er býsna óvenjulegt, á ginnheilagasta degi ársins, en sýnir hversu mikið liggur við.

Ætli sé ekki nokkuð ljóst hvað verður rætt í páskaboðunum í dag? Þau eru aðal umræðuvettvangurinn það sem eftir lifir dagsins.

Kannski var Sigmundur að freista þess að vinna páskaboðin? Er þar að vænta einhvers konar upprisu eða að minnsta kosti viðspyrnu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?