Hallgrímur Helgason rithöfundur setti þennan bókarkafla inn á síðu sína á Facebook. Hann er úr ferðabók sænska rithöfundarins Alberts Engström til Íslands árið 1911. Bókin hét á sænsku Åt Häcklefjäll og kom út 1913.
Engström kvartar undan sóðaskap og hirðuleysi á Íslandi, sérstaklega í tengslum við móttöku ferðamanna.
Hann nefnir til dæmis að almennilegir kamrar við þjóðbrautir væru strax til bóta.
Það má svo nefna að í Íslandsferð sinni tóku Albert Engström, sem var skopteiknari auk þess að vera rithöfundur, og ferðafélagi hans Torild Wulff, kvikmynd sem var frumsýnd í Stokkhólmi 5. desember 1911 undir nafninu Albert Engströms Islandsfärd. Þessi mynd virðist vera með öllu glötuð og er það mikill skaði.
Sjálfsmynd af Albert Engström.