Vís leið til að leiða umræðu um þjóðfélagsmál niður dimma blindgötu þar sem hún er rækilega kyrkt, er að nefna Icesave.
En það er í tísku að bera alla mögulega og ómögulega hluti saman við Icesave.
„Hvað, þetta er bara eins og Icesave!“ „Þetta er nýtt Icesave!“ „Stærra en Icesave!“
Vandinn er sá að þessi samanburður er yfirleitt algjörlega merkingarlaus. Bætir engu við, skýrir ekkert.
Og kemur stundum eins og bjúgverpill í hausinn á þeim sem nota hann.