Undarlegt er ástandið í heiminum orðið þegar maður fyllist áhyggjum vegna þess að Jeb Bush dregur sig út úr kapphlaupinu um að verða forseti Bandaríkjanna.
Jeb Bush! Bróðir versta Bandaríkjaforseta í seinni tíma sögu, George W. Bush. Sonur hins innmúraða George H. Bush. Og hann sjálfur – meðalmenni út í gegn, með fullt af milljarðamæringum sem borga brúsann.
En miðað við Donald Trump og Ted Cruz virkar Jeb…ja… næstum ágætur. Maður þarf kannski ekki að grafa sér byrgi úti í garði og safna að sér niðursuðuvörum ef hann verður forseti.
Líkurnar á að Trump verði forsetaframbjóðandi aukast enn. Það er lítil huggun að hann er örlítið skárri en Cruz. Þetta er eins og martröð.
Annars er það til marks um hversu óralangt íslensk stjórnmál eru frá þeim bandarísku að frést hefur af hægrimönnum hér heima sem mælast með meira en 90 prósenta stuðning við Bernie Sanders í þessu kosningaprófi.