fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Stjórnarskrá og málamiðlanir – allt eða ekkert?

Egill Helgason
Föstudaginn 19. febrúar 2016 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það talsverðum tíðindum ef stjórnarskrárnefnd skilar loks frá sér tillögum sem Alþingi mun væntanlega samþykkja og fara þá áfram í þjóðaratkvæðagreiðslu, hugsanlega í haust. Til þess að svo megi verða þarf Alþingi að fjalla um tillögurnar án tafar, því samkvæmt bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrá þurfa að líða að minnsta kosti sex mánuðir frá því þingið afgreiðir stjórnarskrárbreytingar og þangað til haldin er þjóðaratkvæðagreiðsla. Tveir þriðju hlutar þingmanna þurfa að samþykkja breytingarnar. Annar möguleiki er að greiða atkvæði um breytingarnar samhliða þingkosningum vorið 2017.

Stjórnarskrárnefndir hafa setið á Íslandi af og til frá stofnun lýðræðisins og afar lítið komið út úr því starfi, stjórnmálaflokkarnir hafa einfaldlega ekki getað komið sér saman um breytingar. Þess vegna hefur margt í stjórnarskránni fengið að dankast.

Við erum reyndar í þeirri einkennilegu stöðu að fyrir fáum árum var að störfum stærsta stjórnarskrárnefnd allra tíma, kallaðist stjórnlagaráð, og skilaði af sér heilli stjórnarskrá. Um hana var meira að segja haldin þjóðaratkvæðagreiðsla, raunar ráðgefandi.

Stjórnmálaflokkarnir hafa í raun ákveðið að humma allt þetta ferli fram af sér, líkt og það hafi aldrei verið til, nema Píratar sem hafa samþykkt að afgreiða stjórnarskrá í anda tillagna stjórnlagaráðs á nýju þingi. Það á að vera stutt og snúast aðallega um stjórnarskrána, eða svo segir í landsfundarsamþykkt Píratanna.

Gömlu flokkarnir eru afar skelkaðir vegna uppgangs Píratanna – og það er kannski ekki síst þess vegna að þó þessi gangur hefur verið á stjórnarskrármálum.

Tillögur stjórnarskrárnefndarinnar flækja málið dálítið fyrir Pírötunum. Þeir hafa átt sinn fulltrúa í stjórnarskrárnefndinni. Eiga þeir að hafna þessu alfarið  – gera kröfu um allt eða ekkert í stjórnarskrármálinu – eða eiga þeir að styðja þá áfanga sem þó eru að nást? Um þetta hefur verið viss ágreiningur innan hreyfinga Pírata. Píratinn Erna Ýr Öldudóttir minnir á það á Pírataspjallinu að í grunnstefnu hreyfingarinnar segi að „afstaða Pírata til hugmynda sé óháð því hverjir fortalsmenn hennar eru“.

Í þætti á Hringbraut í gær lýsti Helgi Hrafn Gunnarsson því svo yfir að ákvæðin um þjóðaratkvæðagreiðslur væru ekki bara ólýðræðislegar heldur andlýðræðislegar. Þetta er fréttaefni, en það er bagalegt að ekki tekst að opna tengilinn á þáttinn.

Þetta bendir til þess að lítil sátt verði um breytingarnar, að þeim sem finnst ekki gengið nógu langt verði sáróánægðir, og að ekki takist að slökkva eldana sem hafa logað í stjórnarskrármálinu.

Breytingarnar eru reyndar talsverðar, einkum hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðslurrnar. Samkvæmt tillögunum geta 15 prósent kosningabærra manna krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekki ýkja hár þröskuldur – og í reyndinni gæti þetta orðið talsvert aðhald fyrir Alþingi. Staða forseta Íslands myndi líka breytast mikið, það þarf ekki lengur atbeina hans til að stöðva lagasetningu.

Þarna er líka auðlindaákvæði – en um orðalag þess verður áreiðanlega deilt, það virðist eiga að standa að fyrir auðlindir í eigu þjóðarinnar komi „eðlilegt“ gjald, í tillögum stjórnlagaráðs stóð „fullt“ gjald.

 

Stjórnarskrá_Íslands-940x360

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur