fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Stórmerkileg bók um hvalveiðar við Ísland

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. febrúar 2016 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fjöllum um merkilega bók í Kiljunni á morgun, Stórhvalaveiðar á Íslandi til 1915 eftir Smára Geirsson.

Það sem kemur ekki síst á óvart við þessa sögu er hvað hún er lítið þekkt. Við vitum reyndar að Baskar voru við hvalveiðar á Íslandi á 17. öld, sbr. Spánverjavígin, en á seinni hluta 19. aldar og fram á 20. öld voru hér stórfelldar hvalveiðar og veiðistöðvar risu víða um land, aðallega á Austfjörðum og Vestfjörðum.

Fyrst komu Bandaríkjamenn, Hollendingar og Danir, en þeir náðu aldrei almennilega að þróa nógu góða veiðitækni. Þá komu Norðmenn og á tíma þeirra verða hvalveiðarnar mjög umfangsmiklar. Árið þegar voru veiddir flestir hvalir voru þeir 1400. Mikill fjöldi starfaði í hvalstöðunum, hingað komu erlendir menn og dvöldu lengri eða skemmri tíma, en sögur er af Íslendingum sem lærðu hvalveiðar og fóru alla leið undir Suðurskaut til að stunda þær.

Þarna var upphaf vélvæðingar í landinu – menn sem síðar urðu vélstjórar á skipum á Íslandi lærðu þarna fyrst að fara með vélar.

Hvalveiðunum lauk 1915 en þá voru samþykkt lög frá Alþingi sem bönnuðu þær. Það var ekki vegna verndunarsjónarmiða, heldur var ástæðan svonefnd hvalrekstrarkenning sem margir trúðu á. Hún fól í sér að hvalveiðar spilltu síld- og þorskveiði við Íslands. Á það var ekki hlustað þótt Bjarni Sæmundsson, eini fiskifræðingur Íslands á þeim tíma, hafnaði kenningunni.

Hvalveiðar hefjst svo ekki aftur fyrr en í Tálknafirði 1935, en þær lögðust af í stríðinu. Síðan hófust hvalveiðar sem höfðu miðstöð í Hvalfirði árið 1948. Þetta er þó utan ramma bókar Smára Geirssonar.

Eins og áður segir er furðulegt hvað þessi saga er lítið þekkt. Rústir hvalstöðva má enn finna fyrir vestan og austan. En kannski höfum við ekki haft áhuga á þessu vegna þess að þarna voru útlendingar á ferð. Bók Smára telst vera brautryðjendaverk.

 

23340-b-776x549

Mynd úr bókinni. Búrhvalur á flensiplani hvalstöðvarinnar í Hamarsvík í Mjóafirði 1906.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur