fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Afar síðbúið bréf þar sem hvatt er til uppgjörs

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 17:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bréf Árna Páls Árnasonar til flokksmanna í Samfylkingunni þar sem eru játuð alls kyns mistök í ríkisstjórninni 2009 til 2013 kemur náttúrlega ansi seint. Stjórnmálaflokkur með góðu og heilbrigðu starfi hefði farið í svona endurskoðunarvinnu strax eftir að hann beið afhroð í kosningunum 2013.  Í staðinn settist nokkuð aldraður og móður flokkur inn á þing, mun smærri en áður, og gerði voða lítið í „sínum málum“.

Nú er komið árið 2016, formaðurinn hefur setið í þrjú ár.

Þessi mál hefði líka mátt ræða á landsfundinum í fyrra, þegar Árni var endurkjörinn formaður með einu atkvæði, en í stað snerist hann um mótframboð frá þingmanninum Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur sem dúkkaði upp á síðustu stund, umræðu- og undirbúningslaust, og líktist fremur tilraun til hallarbyltingar. Það var flokknum ekki til framdráttar.

Nú er Árni kominn alveg út í horn og boðar til umræðu um mistök varðandi ESB, Icesave, skuldamál heimilanna, endurreisn banka, kvótann og stjórnarskrá. Öll stóru málin frá síðasta kjörtímabili. Syndaregistrið virkar langt og stórt og hann setur flokksfélaga í ansi erfiða stöðu með þessu – þegar er innan við ár áður en baráttan fyrir næstu kosningar byrja og þangað til verður stillt upp á framboðslista. Þetta er sannarlega ekki upptakturinn sem flokkur vildi vera í fyrir kosningar, naflaskoðun með tilheyrandi sálarangist.

Fylgi Samfylkingarinnar er lítið núna, og það er alveg möguleiki á að það lækki enn. Það er afar ólíklegt að þrátt fyrir þetta útspil nái Árni að vera formaður áfram. Sagt er að nýir vendir sópi best, en það er lítið af þeim í sjónmáli í Samfylkingunni. Hugsanlega þarf Katrín Júlíusdóttir að taka að sér djobbið, en hún var líka í hópnum sem gerði öll þessi mistök samkvæmt Árna Páli. Og það er alls ekki víst að fylgið aukist þótt hún verði formaður.

Að sumu leyti má samt segja að þetta sé klókt útspil hjá Árna frá sjónarhóli innanflokksátaka. Hann beinir sjónum að félögum sínum í flokknum í stað þess að sitja einn uppi með skömmina eins og hann hefur gert um hríð. Það er svo annað mál hvernig þetta virkar útávið. Væri kannski hægt að segja að þarna staðfestist illur grunur um Samfylkinguna – og að kannski sé allt rétt sem Sigmundur Davíð hefur sagt um flokkinn? Formaðurinn sé barasta sammála því.

 

728683d976-380x230_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur