fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Vægðarlaus innrás enskunnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. desember 2016 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt lykilatriði varðandi íslenskt menntakerfi er að nemendur, börn og unglingar, hrærast nú mikið til í veruleika sem er á ensku.

Tölvuleikir eru á ensku, efnið á YouTube er á ensku, efnið á Netflix og slíkum veitum er á ensku, mikið af því sem er að finna á samskiptamiðlunum er á ensku.

Þegar kennslustundum í skólanum sleppir tekur enskan völdin. Þá verður sáralítið talað eða ritað efni á íslensku á vegi ungmennanna. Það eru reyndar ennþá lög í landinu að erlendar myndir skuli textaðar í íslensku sjónvarpi. En efnið er sótt á aðra miðla og þar eru engir skjátextar.

Meira að segja þessi lestur er fyrir bí.

Mörg ungmenni hafa af þessum sökum takmarkaðan íslenskan orðaforða. Kennarar í grunn- og framhaldsskólum segja mér að það sé áberandi hversu orðfátæktin er mikil. Mörg orð og hugtök koma upp í hugann á ensku – og þá er að reyna að koma þeim yfir á íslensku. Það gengur misjafnlega. Við erum ekki að tala um erfið eða flókin hugtök. Kennarar hafa nefnt við mig orð eins og „orsök“ og „siðmenning“.

Gæti verið að einn hluti íslenskunáms í framtíðinni verði að þýða texta úr ensku yfir á íslensku – líkt og um erlent mál sé að ræða?

Þetta er þróun sem er að gerast mjög hratt, hraðar en flestir gera sér grein fyrir. Allt er þetta auðvitað nýtt af nálinni, snjallsímar, samskiptamiðlar, Netflix. Framfarir í tækni eru á mörgum sviðum óþægilega örar – og stundum er kannski ekki ástæða til að tala um framfarir í þessu sambandi. Tækni er að taka af okkur völdin – og samfélagið er að mörgu leyti algjörlega vanbúið undir það.

Þetta er ekki bara í samskipta- og fjölmiðlatækninni, nú er mikil umræða í Bandaríkjunum um öll störfin sem munu tapast þegar sjálfkeyrandi bílar verða veruleiki og þegar afgreiðslufólk í búðum verður óþarft vegna sjálfvirkni. Hverjir græða á þessu? Og hvað verður af fólkinu sem þó hefur þessi störf? Hver verður staða þess? Hvernig framfleytir það sér?

Aftur að íslenskunni og þessari stórsókn enskunnar. Menn spyrja hvort þetta sé ekki eins í nágrannalöndum? Kannski að einhverju leyti? Þórarinn Eldjárn rithöfundur skrifar á Fésbók:

Innrás enskunnar er miklu vægðarlausari og afdrifaríkari hér en á hinum Norðurlöndunum. Hér eru varnirnar minni, umdæmismissirinn meiri og vaxandi, andvaraleysið að verða algjört.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum