fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Vandræðabyggingin Perla

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. desember 2016 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Perlan stendur ljómandi fallega í Öskjuhlíðinni, með útsýni yfir Reykjavík, nágrannabæina og fjallahringinn. Í sjálfu sér er þetta falleg bygging. En þetta hefur alltaf verið hálfgert vandræðahús. Því hefur í raun aldrei verið fundinn neinn tilgangur utan þessa – það var heldur ekki hugsað fyrir því þegar húsið var reist. Þannig hefur stór hluti Perlunnar verið eins og gapandi tómarúm. „Stóri myndbandamarkaðurinn“ hefur ekki náð að fylla þetta. Af þessu hefur hlotist alls kyns kostnaður fyrir borgina, Perlan hefur ávallt verið rekin með tapi. Um tíma voru jafnvel uppi hugmyndir um að selja húsið.

Nú segir í frétt að veitingastaðurinn efst í Perlunni sé að loka og við taki lundabúð. Það eru ekki skemmtileg tíðindi. Veitingastaðurinn er á sérstöku snúningsgólfi og hefur nokkuð skemmtilegan stíl, nokkuð gamaldags miðað við staðina sem verið er að setja upp í Miðbænum. Virkar næstum „retro“. Um tíma var þetta aðsetur fína fólksins í bænum. Þá voru haldnar þarna nýársveislur sem prúðbúnir  ráðherrar og forstjórar mættu í. Þá var Davíð Oddsson fremstur í flokki.

Það var í borgarstjóratíð Davíðs að Perlan var byggð. Ég man að ég var eitt sinn á fundi með honum þar sem hann var spurður hvers vegna væri sett svo mikið fjármagn í þessa byggingu. Svarið var eitthvað á þessa leið:

Það er mikið af fólki sem veit ekki hvað það á af sér að gera á sunnudögum.

Hugmyndin var semsagt að það gæti farið í Perluna, skoðað útsýnið og notið veitinga í sunnudagsbílturnum. En svo komu náttúrlega allir túristarnir og Perlan er áfangastaður fyrir þá. Það er líklega þess vegna að þykir núorðið betri bisness að reka þar lundabúð en veitingastað.

Í frétt um þetta segir veitingamaðurinn í Perlunni.

Þetta er mjög dapurlegt að þetta skuli gerast. Það má ekki gleyma því að Davíð Oddsson gaf þjóðinni húsið fyrir hönd Orkuveitunnar og okkur finnst verið að taka það af þjóðinni.

Við þetta má gera nokkrar athugasemdir. Það var Hitaveitan, eins og það hét á sínum tíma, sem byggði Perluna að undirlagi Davíðs borgarstjóra. Vart er hægt að tala um gjöf í þessu sambandi, því það voru Reykvíkingar sem borguðu brúsann í gegnum hitareikninga sína. Kostnaðurinn við Perluna fór langt fram úr áætlun – menn reyndu að afsaka það með ýmsum hætti, en staðreyndin var sú að áætlanirnar voru lélegar eins og oft er um stórbyggingar á Íslandi. Og Perlan er í eigu Reykjavíkur, ekki þjóðarinnar.

Eins og ég segi hefur Perlan verið eins og gapandi tómarúm. Þetta hefur verið hálfgerð vandræðabygging. Rætt hefur verið um að  fylla það með náttúrusafni. Ég hallast reyndar að því að þetta sé vondur staður fyrir slíkt safn, að það henti ekki vel fyrir slíka starfsemi.

Bærinn er fullur af ferðamönnum. Þeir vita lítið hvað þeir eiga af sér að gera hérna. Það er afar lítið um afþreyingu eða menningu sem þeir geta upplifað. Tvennt virðist helst blasa við að sé hægt að gera í því efni: Annars vegar vegleg sýning með okkar dýrustu djásnum, handritunum. Það er stórfurðulegt að hún sé ekki löngu komin upp.

Hins vegar náttúrusafn sem spannaði alla náttúru okkar, jarðfræðina, eldgosin, gróðurinn, dýralífið, sjóinn, fiska- og sjávarspendýr. Ég held að færi best á því að svona safn yrði í nýbyggingu einhvers staðar meðfram sjónum. Væri þetta gert af myndarskap er líklegt að þorri ferðamanna sem kæmi til borgarinnar skoðaði safnið. Það þarf ekki að vera sérlega ódýrt inn. Ferðaþjónustan myndi semsagt standa undir kostnaðinum að miklu leyti, en svo myndi safnið líka nýtast okkur hinum innfæddu, og þá ekki síst skólunum í landinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“