fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Lúin timburhús og lúðaúlpur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. desember 2016 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessar ljósmyndir eru teknar í Miðbænum í Reykjavík 1. maí 1974. Þarna fer kröfuganga frá Hlemmi og niður á Lækjartorg og má sjá ýmis slagorð á borðum og spjöldum, sum gætu jafnvel átt við enn þann dag í dag.

En ég ætla ekki að fjalla um það, heldur um tíðarandann og tískuna sem birtist í myndunum.

 

 

Hér má sjá göngumenn fara framhjá húsunum að Laugavegi 72-76. Þau standa öll enn, en það sem vekur athygli er hversu timburhúsin eru skelfilega illa farin, þau virðast nánast að hruni komin, illa máluð og hrörleg. Svona var timburhúsabyggðin á þessum tíma, enda ekki talið að hún ætti neina framtíð fyrir sér.

Þeir sem horfa með fortíðarþrá til Miðbæjarins gætu jafnvel læknast af því að sjá þessa mynd og aðrar í þessum dúr.

 

 

Neðri myndin er tekin á Hlemmtorgi. Við sjáum þarna ungan mann með kröfuspjald, upphæðirnar þarna eru í gömlum krónum. En það var klæðnaðurinn sem ég ætlaði að staldra við. Fimm einstaklingar á myndinni eru í flíkum sem á sínum tíma voru kallaðar „kanaúlpur“ eða „lúðaúlpur“.

Þegar ég var í Hagaskóla gengu flestallir krakkarnir í svona úlpum. Þær hafa varla verið mjög dýrar – og ekki þóttu þær sérlega smart, sbr. lúðanafnbótina. Að minnsta kosti var það svo að fyrsta stúlkan sem sýndi mér áhuga – það kom mér algjörlega í opna skjöldu – gerði þá kröfu til mín að ég kastaði lúðaúlpunni og klæddist henni aldrei framar. Í staðinn fékk ég Álafossúlpu sem þótti sýnu skárri.

En svona er tískan breytileg. Nú eru búðir upp og niður Laugaveginn sem selja ýmis afbrigði af lúðaúpunni – þær eru rándýrar og jafnvel kynntar sem hátískuvarningur.

Myndirnar eru úr afar skemmtilegri syrpu sem Jóhanna Ólafsdóttir tók. Hún gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta þær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Það er í lagi að gera mistök – lærum af þeim og gerum betur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Það er í lagi að gera mistök – lærum af þeim og gerum betur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Mikilvægt að hlusta – ekki bara tala

Guðmundur Ingi Kristinsson: Mikilvægt að hlusta – ekki bara tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun