fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Er tímabært að tala um nýjar kosningar?

Egill Helgason
Föstudaginn 2. desember 2016 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins. En ef marka má viðtal við hana er hún að gefast upp á því verkefni að mynda ríkisstjórn.

Mér finnst kannski bara ástæða til þess að flokkarnir velti fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að mynda hérna þjóðstjórn og kjósa að nýju eftir einhvern ákveðinn tíma. Ég velti fyrir mér hvort það sé ekki bara einfaldast í ljósi stöðunnar.

Hvað er þjóðstjórn? Væri hugmyndin þá að allir flokkarnir ættu þar sæti? Hefðin á Íslandi hefur fremur verið sú að minnihlutastjórn er sett á laggirnar í nokkurn tíma þangað til kosið er eða þangað til tekst að mynda stjórn. Við höfum fordæmi frá 1958-1959 og 1979-1980.

Ef kjósa á að nýju, jafnvel næsta vor, er kannski fullmikið í lagt að bisa við að mynda þjóðstjórn.

Fimm flokka stjórn virðist enn vera möguleiki, en það er ýmislegt sem ber í milli. Í pistli í gær nefndi ég sjávarútvegsmál og Evrópumál – svo hafa skattamál einnig verið nefnd – en hjá Vinstri grænum er það líka tortryggni í garð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar.

Benedikt mun hafa sett sig á nokkuð háan hest í stjórnarmyndunarviðræðum – og verið mjög einráður í sínum hópi. Í þingflokki hans er fólk sem hefur meiri reynslu í stjórnmálum, er liprara að semja, en hefur minna komist að.

En þegar ekki er liðinn nema rétt rúmur mánuður frá kosningum er býsna snemmt að fara að tala um að kjósa upp á nýtt. Það veit Guðni Th. Jóhannesson með sína miklu þekkingu á íslenskri stjórnmálasögu mæta vel.

Eins og áður hefur verið sagt eru líklegustu úrslitin úr öðrum kosningum þau að Sjálfstæðisflokkur styrki stöðu sína og máski Framsókn líka. Flokkarnir gætu gert sér mat úr ósamlyndi hinna og óstöðugleika.

Raunar birtist í gærkvöldi nýr Þjóðarpúls Gallups. Maður hefur reyndar vara á sér með skoðanakannanir eftir úrslit kosninganna í október. En eitt af því sem sem má sjá er að fylgi Viðreisnar dalar. Forystumenn þess flokks hljóta að velta því fyrir sér hvernig honum myndi reiða af í kosningum eftir skamman tíma. Kannski gæti þingseta þeirra orðið býsna stutt?

 

721f1d9f99-415x230_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum