fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Varla von á jólaríkisstjórn

Egill Helgason
Mánudaginn 19. desember 2016 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég skrifaði um það strax í sumar að stefndi í stórnarkreppu eftir kosningar – ég talaði líka um að haldnar yrðu kosningar en í þeim yrði í raun enginn sigurvegari.

Þetta hefur gengið eftir. Nú er staðan svo treg í stjórnarmyndunum að engar fréttir hafa verið af þeim í marga daga, engum þreifingum eða hugmyndum um hvernig eigi að leysa stjórnarkreppuna.

Á Alþingi sitja 32 nýir þingmenn. Verði kosið aftur er hætt við að sumir þeirra detti aftur út af þingi. Þeir eru varla spenntir fyrir því. Þetta er svipað og gerðist 1978. Þá kom nokkur sveit, einkum af ungu fólki, inn á þing og datt svo jafnóðum út aftur í kosningum 1979.

Það er líka sagt að flokkarnir séu blankir og eigi lítið fé til að fara í kosningabaráttu á nýjan leik.

Þingheimur er hins vegar upptekinn við að reyna að koma sér saman um fjárlög, en í þeim er ýmislegt sem er afar umdeilt – eins og til dæmis framlögin til heilbrigðismála og Landspítalans.

Stjórnarmyndun virðist að miklu leyti velta á vilja Vinstri grænna. Stefán Ólafsson prófessor fer heldur ómildum höndum um VG í pistli sem birtist hér á Eyjunni. Hann hefst svona:

VG er næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins.

Ef þau ætla ekki beinlínis að hætta í stjórnmálum þá finnst mér að VG-fólk ætti að endurskoða stöðu og markmið sín svolítið.

Og lýkur svona:

Svo er það auðvitað valkostur fyrir VG að verða varanlegur stjórnarandstöðuflokkur sem fælist það að hafa áhrif – ja, eða bara að hætta alveg í pólitík!

Það er pláss núna fyrir nýja aðila í vistvænni hænsnarækt!  (smá grín…)

Það eru ekki nema fimm dagar til jóla. Flestir hafa um aðra hluti að hugsa en pólitík. Guðni Th. Jóhannesson hlýtur samt að fara að  grípa í taumana. Er einhver jólaríkisstjórn í kortunum? Jólagjöf til þjóðarinnar?

Ætli sé ekki líklegra að við fáum minnihlutastjórn á nýju ári – og svo kosningar í vor?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Það er í lagi að gera mistök – lærum af þeim og gerum betur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Það er í lagi að gera mistök – lærum af þeim og gerum betur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Mikilvægt að hlusta – ekki bara tala

Guðmundur Ingi Kristinsson: Mikilvægt að hlusta – ekki bara tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun