fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Auðmannastjórn í Bandaríkjunum, ólígarkar í Rússlandi

Egill Helgason
Föstudaginn 16. desember 2016 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kann að vera að sauðsvartur almúginn hafi kosið Trump sem forseta, en þess sér ekki merki í vali hans á ráðherrum og samstarfsfólki. Í þessari frétt sem birtist á mbl.is segir að sautján ráðherrar og yfirmenn stofnana sem Trump hefur skipað í embætti eigi meiri auð samanlagt en þriðjungur bandarísku þjóðarinnar.

Þetta verður semsagt hreinræktuð auðmannastjórn.

Á rangölum internetsins sér maður kenningar um að innan tíðar brjótist út styrjöld milli Bandaríkjanna og Rússlands. Þetta er satt að segja ekki sérlega senninlegt. Auðmannastjórnin í Bandaríkjunum kallast á við stjórn ólígarka í Rússlandi. Styrjöld er ekki hagur þessara afla, heldur að gernýta náttúruna, eyðileggja loftslag á jörðinni í skammsýnu gróðaskyni og þrautpína alþýðu.

Áhugaverðasta – ef hægt er að nota það orð – embættisskipun Trumps er Rex Tillerson utanríkisráðherra. Tillerson hefur verið forstjóri olíuauðhringsins ExxonMobile. Tillerson er mikill áhugamaður um aukin viðskipti og samstarf við Rússa í olíumálum, en viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi hafa staðið í veginum undanfarin ár.

Ketill Sigurjónsson, sem veit lengra nefi sínu í orkumálum, skrifaði reyndar um Tillerson, Exxon Mobile og Rússana fyrir nokkrum árum. Þá spurði Ketill hvort í uppsiglingu væri hinn illi orkurisi Roxxon Energy sem er að finna í teiknmyndasögum frá Marvel. Siðlaust fyrirtæki sem hugsar bara um að hámarka gróða.

Árið 2011, fyrir tíma Úkraínudeilunnar, skrifaði Ketill á Orkubloggið:

Hinn nýi vinur og félagi rússneska ríkisolíufélagsins er enginn annar en mikilvægasta afkvæmi  Standard Oil hans John's D: Rockefeller; sjálfur höfuðpaur kapítalismans: ExxonMobil.

Það að ExxonMobil með Texas-manninn Rex Tillerson í fararbroddi yrði helsti samstarfsaðili Rosneft kom mörgum mjög á óvart. Félögin hafa áður unnið saman, en langt í frá að það hafi verið í bróðerni. ExxonMobil og Rosneft hafa nefnilega síðustu 15 árin unnið að einhverju metnaðarfyllsta olíu- og gasverkefni veraldar við Sakhalin-eyju, austast í Rússlandi. Þar hafa fyrirtækin borað dýpstu brunna sem sögur fara af; allt að 12 km undir hafsbotninn. En þegar hlutirnir voru loks komnir á góðan skrið lentu þessi risafélög í miklum átökum um hvert selja eigi gasið og yrir vikið hefur logað í illdeilum milli Rosneft og ExxonMobil. Því þótti ýmsum það með miklum ólíkindum að félögin skyldu nú með svo skömmum fyrirvara gera nýjan risasamning um víðtækt samstarf á sviði orkumála.

Það er ekki nóg með að ExxonMobil hafi þarna samið við Rosneft um rúmlega 3 milljarða USD fjárfestingu í olíuleit og -vinnslu bæði suður í Svartahafi og norður í Karahafi. Heldur gengur samkomulagið líka út á að Rosneft fái hlutdeild í olíuvinnslu ExxonMobil innan Bandaríkjanna! Bandarískur almenningur hefur  sem sagt loksins fullt tilefni til að skrækja: „The Russians are coming!„. Þó svo það sé ekki alveg að gerast með þeim hætti sem fólkið óttaðist mest hér í Den, þegar sovéski kjarnorkusveppurinn vofði yfir.

Það eru svo auðvitað líka mikil tíðindi að menn ætli að fara af stað norður í kuldabola Karahafsins. Segja má að þetta sé táknmynd um það, að leiðin að heimsskautaolíunni utan Alaska sé loks að opnast. En þó svo Karahafið þyki eitthvert mest spennandi olíusvæði Norðurskautsins, verður vinnsla á þessum slóðum enginn barnaleikur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“