fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Sigmundi er dálítið skemmt – vandræðalegt fyrir flokkana

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. desember 2016 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningarnar í október voru boðaðar vegna Panamaskjalanna og falls Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr stóli forsætisráðherra.

Því er varla furða að Sigmundur geri sér mat úr því að ekki takist að mynda ríkisstjórn og kalli kosningarnar dómadagsvitleysu.

Í þessu ljósi er auðvitað nokkuð vandræðalegt að stjórnmálaflokkunum virðist lífsins ómögulegt að koma saman stjórn. Fátt gleðilegt hefur gerst í pólitísku lífi Sigmundar Davíðs síðasta árið, en hann getur altént skemmt sér dálítið yfir stöðunni sem er komin upp.

Nú virðast möguleikarnir á myndun meirhlutastjórnar nokkurn veginn uppurnir. Það hafa farið fram tvær umferðir, spurning hvort eitthvað muni breytast í hinni þriðju.

Vinstri græn virðast vera algjörlega búin að stimpla sig út úr stjórnarsamstarfi – það sem helst er nefnt í dag er hvort þrátt fyrir allt gæti tekist að berja saman ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Í grein á Vísi er bent á að minnihlutastjórnir séu við völd í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Þar er hefð fyrir slíkum ríkisstjórnum sem ekki er að finna hér á Íslandi. Við vitum eiginlega ekki hvernig slíkar stjórnir fara að, heldur erum við vön mjög afdráttarlausu meirihlutaræði á þingi.

Í yfirlýsingu Guðna forseta frá því fyrradag er ýjað að möguleikanum á minnihlutastjórn. Þar segist hann ekki ætla að veita neinum stjórnarmyndunarumboð, en segir:

Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“