fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Fimm í fjársjóðsleit á Fagurey

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. nóvember 2016 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, póstar þessari mynd á Facebook. Í henni felst væntanlega ósk um að aftur verði teknar upp viðræður um fimm flokka ríkisstjórn. Fimm í fjársjóðsleit Fagurey heitir bókin á íslensku.

 

15202548_10210014556114203_2101735180436217475_n

 

Kannski er þetta óskhyggja hjá Loga, það er þó aldrei að vita. Bjarni Benediktsson sleit óvænt sambandinu við Viðreisn og Bjarta framtíð í gær og fór að tala við Katrínu Jakobsdóttur. Andstaðan við stjórn með Viðreisn og BF er talsverð innan þingliðs Sjálfstæðisflokksins og vandséð að þar gangi saman.

Hins vegar er vandinn við samtal Bjarna og Katrínar að varla neinn vill fara með þeim í stjórn nema þá væntanlega Framsóknarflokkurinn. Málefnalega gæti það gengið – en fyrir VG lítur það of mikið út eins og þau fari inn líkt og hækja fyrir sitjandi stjórn.

Bjarni mun hafa reynt að fá Bjarta framtíð með í þessar viðræður, en það gekk ekki. Heitin milli BF og Viðreisnar halda enn. Þá er næst að horfa til Samfylkingar, flokkurinn er í molum, hann þurrkaðist út í Reykjavík, er orðinn landsbyggðarflokkur á þingi, maður veit varla hver ræður ríkjum þar. Þeir eru til í flokknum sem gætu hugsað sér að fara í þetta stjórnarsamstarf, en tæplega fengi það mikinn hljómgrunn meðal almennra flokksmanna.

Og Logi formaður er, eins og sjá má af bókarkápunni sem hann birtir, enn að láta sig dreyma um fimm flokka ríkisstjórnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum