fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Við andlát Castros, harðstjóra og ofurræðumanns

Egill Helgason
Laugardaginn 26. nóvember 2016 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einum færri“, skrifar vinkona mín sem dvelur mikið á Kúbu við andlát Fidels Castro. Það verður ekki vart við mikinn söknuð hjá henni. Þessi vinkona mín þekkir reyndar vel einræði og vont stjórnarfar.

Það verða sjálfsagt einhverjir til að mæra Castro, í mörgum erlendum fjölmiðlum má lesa að tilfinningarnar við fráfall hans séu blendnar. Castro felldi spilltan einræðisherra á sínum tíma og bauð Bandaríkjunum byrginn. Hann varð síðar ein síðasta eftirlegukind kalda stríðsins, en Bandaríkin héldu til streitu heimskulegu viðskiptabanni þar til Obama forseti hafði vit á að afnema það.

En hann varð sjálfur einræðisherra og harðstjóri sem kom upp kerfi þrælkunarbúða, ofsótti andstæðinga og þá sem voru honum ekki þóknanlegir – þeim Che Guevara var sérlega illa við samkynhneigða sem þeir álitu vera tákn um borgaralega úrkynjun. Það er óljóst hversu margir voru beinlínis drepnir, en talan skiptir þúsundum.

Hundruð þúsunda Kúbubúa flýðu land á tíma Castros, margir týndu lífinu á hriplekum fleytum við flóttatilraunir yfir til Bandaríkjanna.

Fidel Castró kvaldi Kúbúbúa með ræðum. Áheyrendur féllu í ómegin af þreytu eða leiðindum, en enginn þorði að láta sig hverfa. Lengsta ræða Castrós var hátt í átta klukkutímar. Kúbverjum var smalað á útifundi til að hlýða á þessi ósköp.

Castro hefði auðvitað geta sagt það sem hann þurfti að segja á 15 mínútum, hann var aldrei neinn sérstakur heimspekingur og ræðurnar voru mestanpart þrugl, en hann valdi að gera það á átta klukkutímum. Þannig sýndi hann vald sitt yfir fólkinu.

Castro varð sérlegur bandamaður Sovétríkjanna. Þetta var eins og fleinn í holdi Bandaríkjamanna rétt undan ströndum þeirra. Bandaríkjamenn reyndu að myrða hann og fella hann frá völdum, en allt kom fyrir ekki. Castró tók líka þátt í hernaðarævintýrum í Afríku, en félagi hans Che var drepinn þar sem hann var að reyna að koma á byltingu í Bólivíu. Það var á þeim tíma að Bandaríkjamenn litu á Rómönsku-Ameríku sem bakgarð sinn og svifust einskis að koma frá valdhöfum sem þeim voru ekki þóknanlegir – eða vernda þá, líkt og Somoza í Nicaragua, sem sagt var um „hann er tíkarsonur, en hann er okkar tíkarsonur“.

Um tíma höfðu Castro og byltingarfélagar hans á Kúbu höfðu yfir sér nánast goðsagnakennda áru meðal róttæklinga á Vesturlöndum. Þar spilaði inn í skeggvöxtur þeirra og fötin sem þeir klæddust. Þetta þótti smart – hefur verið kallað byltingar-chic.

 

il_340x270-803267623_4o0d

 

Svo má rekja dæmi um hvernig þetta birtist í sögum og kvikmyndum, líkt og hér að neðan.

 

picaros002

Hér er rammi úr Tinna og Pikkarónunum sem kom út 1976. Þetta var síðasta bók Hergés.

 

bananas-07

Bananas eftir Woody Allen frá 1971.

 

url-1

Topaz eftir Alfred Hitchcock frá 1969.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á