fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Er Alþýðuflokksins saknað?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. nóvember 2016 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er uppgjörið í Samfylkingunni hafið, nýr formaður, Logi Einarsson fær varla mikinn frið.

Ein hugmyndin ber sterkan keim af fortíðarþrá, hún er sú að endurvekja gamla Alþýðuflokkinn. Fréttatíminn tekur viðtal við Guðmund Árna Stefánsson, síðasta formann Alþýðuflokksins, sem segir að talsverð eftirspurn sé eftir þessu.

Í lok greinarinnar stendur:

Hópurinn stendur í þeirri trú að Kvennalistinn hafi í raun tekið yfir flokkinn og hrakið Alþýðuflokks- og Alþýðubandalagsmenn í burtu. Eftir standi eingöngu Kvennalistinn, eða leifar hans, og því sé botninn dottin úr upprunalegu hugmyndinni um Samfylkinguna, sem átti að sameina þessi þrjú öfl á vinstri væng stjórnmálanna.

Össur Skarphéðinsson, fallinn þingmaður Samfylkingarinnar, gefur þessu byr undir vængi með svofelldum ummælum á Facebook:

 

screen-shot-2016-11-03-at-14-21-48

 

Takið eftir orðalaginu, Össur segir að Samfylkingin hafi verið frjálslynt umbótaafl „framan af“.

Össur var sjálfur í Alþýðuflokknum, gengdi ráðherraembætti fyrir hann í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, en reyndar kom Össur í Alþýðuflokkinn úr Alþýðubandalaginu – þar var hann langa hríð áður, samferða Ólafi Ragnari Grímssyni og Svavari Gestssyni.

Össur hélt áfram og varð formaður Samfylkingarinnar. Aðrir leiðtogar Alþýðuflokksins hurfu mestmegnis á braut, sumir í sendiherrastöður eða háar hjá ríkinu. Það lá lengi það orð á Alþýðuflokknum að hann hefði greiðan aðgang að embættum – tæki þátt í því sem kallast útnefningaspilling.

Nú eru fjórir flokkar í kringum miðjuna, Samfylkingin, Björt framtíð, Viðreisn – og í raun Píratar líka. Viðreisn er beinlínis nefnd eftir stjórn sem Alþýðuflokkurinn sat í og svonefndir Viðreisnarkratar sakna sjá í hillingum.

Er þá pláss fyrir Alþýðuflokkinn líka?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á