fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Dauði Salek samkomulagsins

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður forvitnilegt að sjá viðbrögð þingmanna við hinni gríðarlegu launahækkun sem Kjararáð skammtaði þeim, ráðherrum og forseta Íslands. Í þessu sambandið er rifjað upp að stutt er síðan æðstu embættismenn ríkisins fengu mikla launahækkun hjá Kjararáði – fóru upp í tvær milljónir á mánuði sumir hverjir. Og þetta er önnur stór launahækkun til stjórnmálamanna á skömmum tíma, sú fyrri var meira að segja afturvirk, marga mánuði aftur í tímann. Má í raun segja að kjör þeirra hafi gerbreyst á einu ári.

Rausn Kjararáðs í garð þessa hóps ríður ekki við einteyming.

Fyrri úrskurðir Kjararáðs eru svo notaðir sem viðmið fyrir hækkanir til handa stjórnmálamanna. Guðmundur Andri Thorsson orðar þetta vel:

Kjararáð hækkar laun æðstu embættismanna til samræmis við laun hæstaréttardómara sem hækkuð voru til samræmis við laun æðstu embættismanna sem hækkuð voru til samræmis við laun forstjóra sem hækkuð voru til samræmis við laun Drottins almáttugs.

Það er misskilningur að umræðan snúist um að alþingismenn eigi ekki að hafa góð laun. Þeir eiga að hafa ágæt laun. En svo gríðarlegar og snöggar hækkanir til stjórnmálamanna og embættismanna koma á óvart. Gerðist þetta í kjölfarið á einhverri umræðu um nauðsyn þess að hækka laun þessara aðila langt umfram það sem gerist í samfélaginu? Eða er þetta eitthvað sem Kjararáðið tók upp hjá sjálfu sér – hvaðan komu skilaboðin?

Í þessu sambandi beinast sjónir manna að því hvernig Kjararáð er skipað. Fæstir hafa líklega gert sér grein fyrir því að í ráðinu sitja sérstakir trúnaðarmenn stjórnmálaflokka. Af fimm aðalmönnum í ráðinu eru þrír kosnir af Alþingi. Núna sitja þarna miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Það vekur athygli að einn varamaðurinn er meira að segja kvæntur alþingiskonu. Kjararáðið sem úrskurðar um laun stjórnmálamanna er nátengt hinu pólitíska valdi. Þetta er altént umdeilanlegt fyrirkomulag.

Það er líka ljóst að þetta steindrepur hið svokallaða Salek-samkomulag. Salek átti að ganga út á smávægilegar launahækkanir, lítið eitt í senn, svo ekki yrði nein kollsteypa á vinnumarkaði. En þarna er komið í ljós að þeir sem settu saman þetta samkomulag og skrifuðu undir það, munu ekki þurfa að hlíta því. Þeir ætla öðrum að gera það.

Í raun hefur maður nánast þá tilfinningu að Kjararáð sé vísvitandi að skemma Salek – að það hafi sínar eigin skoðanir á því hver eigi að vera launaþróun í landinu, og hún sé sú að kaupið eigi bara að hækka nógu andskoti mikið.

Þetta er aðalatriðið í málinu, ekki hvort stjórnmálamenn eru verðugir launa sinna. Það er full ástæða til að gæta þess að þeir hafi góð kjör. En það er fullt af öðru fólki víða um samfélagið sem vinnur erfið, mikilvæg og krefjandi störf – og er á skítalaunum sem eru ekkert að fara að hækka neitt að ráði.

Vilhjálmur Birgisson bendir á það að samkvæmt Salek megi laun ekki hækka um meira en 32 prósent frá 2013 til 2018. En á tímabilinu frá 2013 til 2016 hafa ráðherrar þegar hækkað um 64 prósent en þingmenn um 75 prósent.

Við skulum líka athuga að prósentur eru villandi í þessu sambandi. Prósentutala ofan á lág laun eða lífeyri þarf ekki að gefa af sér meira en örfáa þúsundkalla. En þegar launin eru hærri getur verið um að ræða stórar fjárhæðir, nemur jafnvel margföldum launum þeirra sem minnst fá.

screen-shot-2016-11-01-at-08-06-08

Minna má á þessa frétt sem birtist á Vísi í  fyrra. Þarna talar einn af höfundum Salek sem nú er nýkjörinn þingmaður. Það verður athyglisvert að heyra þingmenn sjálfa tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum