fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Píratar með langmest fylgi meðal ungs fólks – en skilar það sér á kjörstað?

Egill Helgason
Laugardaginn 8. október 2016 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Morgunblaðinu í dag er ágæt úttekt á skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í blaðinu í gær. Meðal þess sem kemur fram er að líklegt er að fylgishlutfall fjórflokksins svokallaðs verði lægra en nokkru sinni fyrr. Þeir voru lengstum með yfir 90 prósenta fylgi, fóru niður í 75 prósent í síðustu kosingum, að þessu sinni gæti hlutfallið farið niður fyrir 60 prósent.

Annað sem er nefnt er hlutfall dauðra atkvæða svokallaðra, atkvæða sem nýtast ekki til að koma manni á þing. Vitnað er í Ólaf Þ. Harðarson sem segir að í síðustu kosningum hafi tæplega 12 prósent atkvæða fallið dauð, áður var hlutfallið mun lægra. Hlutfallið gæti orðið svipað nú eða hærra og þetta skiptir máli varðandi stjórnarmyndanir. Blaðið hefur eftir Ólafi:

Ef 12% atkvæða eru dauð í þessum skilningi þá þarf ekki lengur rétt ríflega 50% til að fá hreinan meirihluta í þinginu. Þá þarf bara rúm 44% til þess. Það breytir því stjórnarmyndunarleiknum.

Það er svo merkilegt að skoða aldursskiptinguna í könnuninni. Píratar eru með hvorki meira eða minna en 34 prósenta fylgi í aldurshópnum 18-29 ára, hjá yngstu kjósendunum. Þetta segir manni að þeirra bíði ærið verkefni. Þetta er hópurinn sem síst skilar sér á kjörstað og liggur við að Píratar ættu að einbeita sér að því verkefni fram að kosningum.

Fylgi Framsóknarflokksins er hins vegar traustast meðal fólks sem er komið yfir sextugt, þar hefur flokkurinn 15 prósent, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar, Framsókn höfðar líka miklu meira til karla en kvenna.  Svo má geta þess að Samfylkingin, sem virðist vera í afleitri stöðu, mælist ekki með nema 1 prósents fylgi meðal yngsta aldurshópsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði