fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Ekki einhlítt að flokkar veslist upp í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn

Egill Helgason
Mánudaginn 31. október 2016 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er endurtekið út um allt að flokkar sem fari í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn lendi í gríðarlegum vandræðum. Að Sjálfstæðisflokkurinn éti þá einhvern veginn upp, nærist á þeim. Það kann þó að vera að þetta sé kenning sem stenst ekki alveg nánari skoðun.

Þetta er sérstaklega rætt í tengslum við hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins.

Hið klassíska dæmi sem er nefnt er Alþýðuflokkurinn sem starfaði með Sjálfstæðisflokknum í svokallaðri Viðreisnarstjórn frá 1959 til 1971. Þegar stjórnin var mynduð var Alþýðuflokkurinn með 15,2 prósenta fylgi, fjórum árum síðar var fylgið 14,2 prósent, en 1967, eftir átta ár með Sjálfstæðisflokknum, fékk Alþýðuflokkurinn 15,7 prósent. Hafði semsagt bætt við sig.

Það var ekki fyrr en eftir tólf ára stjórnarsamstarf, 1971, að fylgið fór að láta á sjá, þá fór það niður í 10,5 prósent. Skýringarnar á því voru annars vegar að mikil vinstri sveifla var í landinu og svo að kominn var fram flokkur sem nefndist Samtök frjálslyndra og vinstri manna sem keppti við Alþýðuflokkinn um fylgi.

Annað dæmi er Framsóknarflokkurinn á tíma Halldórs Ásgrímssonar. Hann starfaði líka með Sjálfstæðisflokknum í tólf ár. Framsókn vann reyndar mikinn sigur árið 2005, en þá tapaði Alþýðuflokkurinn sem hafði stjórnað með Sjálfstæðisflokki eitt kjörtímabil. Sú stjórn varð Alþýðuflokknum ekki til sérstakrar gæfu, en það spilaði líka inn í að flokkurinn klofnaði og Jóhanna Sigurðardóttir stofnaði Þjóðvaka. Það var ekki vegna ágreinings vegna stjórnarsamstarfsins, enda var frægt að Jóhönnu samdi betur við Davíð Oddsson  en Jóni Baldvini.

Framsóknarflokkurinn var í raun í ágætri stöðu fyrstu átta árin með Sjálfstæðisflokknum í stjórninni sem var mynduð 1995. Fylgið var á svipuðu róli og það hafði verið áratuginn á undan, þar sem flokkurinn var meðal annars í vinstristjórnum.

Það var ekki fyrr en á þriðja kjörtímabilinu að fylgið hrundi og fór niður í 11,3 prósent. Deilur um Íraksstríðið og virkjanamál fóru illa með Framsóknarflokkinn. Sjálfstæðismenn gáfu forsætisráðuneytið eftir til Halldórs Ásgrímssonar, það reyndist ekki vera til farsældar og Halldór beinlínis gafst upp.

Þá er komið að umtalaðri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem var mynduð vorið 2007, stjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Maður heyrir oft þá kenningu að fylgistap Samfylkingarinnar megi rekja til þessarar stjórnar. Gögn styðja þó ekki þá staðhæfingu. Fylgi Samfylkingarinnar var mjög gott allt árið 2008, í september var flokkurinn með 33 prósent í Þjóðarpúlsi Gallups, meira en Sjálfstæðisflokkurinn.

Samfylkingin rauf svo stjórnarsamstarfið í byrjun árs 2009, í kosningum í apríl það ár fékk flokkurinn 30 prósenta fylgi.

Kenningin er sú að flokkur sem starfar með Sjálfstæðisflokknum fái högg, meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í vari. Vissulega er eitthvað hæft í þessu. Framsókn stóð í miklu meiri átökum á síðasta kjörtímabili en Sjálfstæðisflokkurinn, en hugsanlega má rekja það að einhverju leyti til persónu Sigmundar Davíðs – stjórnarandstöðunni gekk einfaldlega miklu betur að lynda við Bjarna Benediktsson en hann. Það er varla hægt að kenna samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn um fylgistap Framsóknar. Til þess liggja aðrar ástæður.

Það er svo auðvitað spurning hvernig Vinstri grænum myndi reiða af í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – sem yrði n.b. þriggja flokka stjórn, ekki tveggja flokka eins og þær sem eru nefndar hér að ofan. Vinstri græn gætu fengið Sjálfstæðisflokkinn til að gefa eftir í mörgum málum, það er til heilmikið af peningum og þau hefðu tækifæri til að gera átak í heilbrigðis-, velferðar- og menntamálum. Eins gætu þau tafið umdeild einkavæðingaráform.

En móti kemur að líklega yrði mikil andstaða við slíka stjórnarmyndun í grasrót flokksins – ekki bara vegna málefna, heldur líka vegna hins að hugmyndin um að starfa með Sjálfstæðisflokki er flokksmönnum mjög framandi. Sú kenning að flokkar veslist upp í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar ekki jafn einhlít og margir virðast halda.

 

screen-shot-2016-10-30-at-20-22-18

Ríkisstjórn Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde var mjög vinsæl framan af. Þegar leið á fór fylgi Sjálfstæðisflokksins dvínandi en fylgi Samfylkingarinnar jókst frekar en hitt og toppaði í kringum hrunið. Flokkurinn hefur sjaldan verið jafn vinsæll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum