fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Fer þessu ekki að ljúka?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. október 2016 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því verður varla lýst með orðum hvað kosningar í Bandaríkjunum eru orðnar óskemmtilegar. Þeim mun gífuryrtari sem frambjóðendur eru, þeim mun meiri líkur eru á að þeir fái athygli. Það er skelfing að fylgjast með því hvernig fjölmiðlar lepja upp hroðann og dreifa honum af áfergju. Hugsjónir blaðamennsku um gagnrýna hugsun og sjálfstæða dómgreind fá að fjúka út í veður og vind.

Það er tillhlökkunarefni að forsetaskrípaleiknum í Bandaríkjunum lýkur eftir tíu daga. Maður er búinn að fá yfirdrifið nóg af þessu og langar ekki að sjá meira. En kemst varla hjá því. Þetta er eins og íþróttakappleikur sem hefði átt að vera löngu búið að flauta af.

Svo er vitað að þetta byrjar fljótt aftur. Forsetakjör í Bandaríkjunum tekur svo langan tíma núorðið að maður trúir því varla að nokkur tími sé til að stjórna landinu. Innan fárra missera verða menn farnir að mæna á næstu kosningar.  Þetta er ótrúlega langdregið, leiðinlegt – og skaðlegt – ferli, skrípamynd lýðræðis.

Fjölmiðlarnir munu heldur ekki hafa lært neitt, þótt einhverja iðrun megi kannski finna nú þegar hillir undir kjördag. Það verður áfram sama áherslan á áhorfstölur, hvað sem það kostar, sami smelludólgahátturinn, og víst að það fyrsta sem sekkur með þessu er heilbrigð og gagnrýnin þjóðfélagsumræða.

 

screen-shot-2016-10-25-at-23-57-14

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum